Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 25
ekki í nóvember-desember þá selst hún ekki fyrr en á bóka- markaði nokkrum árum seinna og þá fyrir hluta af því verði sem fékkst fyrir hana nýja. 4.2 Hvað er skemmtilegast? Spurninguna um það hvað sé skemmtilegasta lesefnið má skoða sem tilraun til að sjá hvort jólabækur endurspegli smekk þeiiTa sem fá bækurnar og er það raunin í mörgum tilvikum þar sem börnin telja það skemmtilegustu bækurnar sem þau höfðu ný- lega fengið. Samt voru margar bækur nefndar sem ekki eru nýjar á markaði í dag. lOára: Bert (ótilgreint) (21), Játningar Berts (14), Ekkert að marka (12), Ekkert að þakka (12), Dagbók Berts (7) Meðal 10 ára barna eru aðeins tveir höfundar sem skipa fimm efstu sæti vinsældalistans, Guðrún Helgadóttir og höfundar Berts bókanna. Hér eru Berts-bækurnar nefndar í 42 skipti og bækur Guðrúnar sem oft voru nefndar saman sem skemmti- legustu bækurnar alls 24 sinnum. 12ára: Bert (ótilgreint) (32), Játningar Berts (12), Á lausu (11), Ekkert aö þakka (7), Blautir kossar (6) Þegar skoðaður er vinsældalisti 12 ára barna er það Bert sem er ótvíræður sigurvegari. Hér er hann nefndur í 44 skipti, annars vegar ótilgreindar Berts-bækur og hins vegar sú nýjasta. í þriðja sæti er unglingasagan Á lausu og reyndar er í fimmta sæti bók frá hendi sörnu höfunda, ungu mannanna Srnára Freys og Tómasar Gunnars sem báðir eru fæddir 1976 og voru 18 ára þegar Blautu kossarnir konru út árið 1994. 14 ára: Á lausu (14), Bert (ótilgreint) (12), Ufsilon (8), Blautir kossar (7), Hringadróttinssaga (7) Hér er vinsælasta bókin A lausu og það er einnig algengasta jólagjafabókin. Ennþá eru margir sem hafa gaman af Bert og síðan koma tvær bækur eftir Smára Frey og Tómas Gunnar, Ufsilon sem út kom 1995 og Blautir kossar sem gefin var út árið 1994. Forvitnilegt er að sjá að svo ofarlega á vinsældalist- anum er Hringadróttinssaga sem varla getur talist í sama flokki og hinar bækurnar sem nefndar voru. 16 ára: ísfólkið (6), Á lausu (4), Gauragangur (4), Hringa- dróttinssaga (4) Fáir 16 ára mundu eftir skemmtilegri bók! Þess vegna er vin- sældalisti þeirra heldur þunnur. Það vekur þó forvitni að ís- fólkið skuli vera það sent flestir geta nefnt en þessar bækur eru þó afar sjaldgæfar í jólapakka unglinganna. 5 Hverjir gefa bækur í jólapakkann? í þessurn flokki voru sex valkostir: Foreldrar, afi/amma, syst- kini, frændfólk, vinir og aðrir. Tafla 7. Hverjir gefa bækur í jólagjöf? | □ Gefa bækur | 30,5 21,7 12,9 8,1 4,4 Foreldrar Afi/amma Systkini Frændfólk Vinir Aörir Þegar viðmælendur voru spurðir hvort þessir aðilar hefðu gefið þeim bók eða ekki kom í ljós að 39,5% barna og unglinga fengu bækur frá frændfólki, 30,5% frá afa og ömmu, 21,2% frá foreldrum, 12,9% frá systkinum, 8,1% frá vinum og 4,4% frá öðrum. Þar voru taldar bækur sem komu í möndlugjöf og aðrir gefendur voru kærastinn og tengdamamma, jólasveinninn sem hafði gefið nokkrum bók í skóinn og umferðarráð sem hafði veitt bókarverðlaun fyrir svör við getraun. Jólabækur eiga sér því ýmsa farvegi. Hér má þó telja að afi og amma séu sigurvegararnir enda þótt frændfólk sé aðeins oftar nefnt sem gefendur en það verður að taka með í reikninginn að af sjálfu leiðir að afi og arnma eru mjög takmarkaður hópur. Það er aðeins í 16 ára hópnum sem foreldrarnir eru algeng- ustu jólabókagefendurnir og afi og amma fylgja fast á hælana. Jafnvel meðal 14 ára er frændfólkið enn í meirihluta sem gef- endur jólabókanna þótt afi og amma fylgi fast á eftir. Er von- andi að afar og ömmur haldi við þeim góða sið að gefa barna- börnunum sínum bækur á jólum. Hér skal bent á að ekki er um 100% tölu að ræða. Fengju svarendur fleiri en eina bók var merkt við fleiri en einn gefanda og sömuleiðis gat sami gefandi gefið margar bækur. Þessar tölur sýna aðeins hvort viðkomandi fékk bók frá þessum aðilum eða ekki. 6. Niðurstöður í heildina má segja að talsvert sé lesið um jólin. Þeir senr á annað borð lesa, lesa talsvert mikið og hafa lokið við tvær til þrjár bækur á tímabilinu frá jólum og fram í miðjan janúar. Því má hugsanlega skipta unga fólkinu á íslandi í tvo hópa, annan sem les talsvert og hinn sem les ekki neitt. Yngstu börnin í könnuninni eru mjög áhugasöm við að lesa J og nokkur þeirra sem ekki fengu bækur létu í ljósi óánægju með að þau skyldu ekki fá neinar bækur. Þegar kemur að 12 ára aldrinum er augljóst að dregið hefur úr lestri, einkum meðal 12 ára drengja. Þetta er eini hópurinn þar sem fleiri sögðust hafa fengið bækur en þeir sem höfðu lesið. Meðal 14 ára hefur lestri ekki hnignað, a.m.k. ekki meðal stelpna. Minnstur er lestrar- áhuginn meðal 16 ára og tæpur helmingur þeirra sem búa á landsbyggðinni og eru 16 ára hafa litið í bók um jólin. Stelpur lesa meira en strákar í öllurn aldursflokkum en nrunur milli landshluta er lítill. BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199S 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.