Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 17
hvað þau lesa. Lestrarvenjur í þessum fjölskyldum taka aðallega mið af ytri þáttum, einkum skóla og það efni sem fjölskyldu- meðlimir lesa tengist að miklu leyti námi eða vinnu. Lestur í þessum fjölskyldum á sér stað sem einangrað tilfelli, en er ekki ríkur þáttur í daglegu lífi fjölskyldunnar. Samskipti fjölskyldu- meðlima í tengslum við lestur eru fremur fastmótuð og lítils sveigjanleika verður vart í þeim. 1.7.2. Fjölskyldur þar sem hagnýtt viöhorf til lesturs er ráðandi I þessum fjölskyldum eru fjölskyldumeðlimir sér meðvitaðir um að bókmenntir eru mikilvægur miðill og athygli foreldra beinist fremur að því hvað böm lesa en hvort þau lesi. Áhersla er lögð á þá persónulegu upplifun sem fólk verður fyrir með því að lesa. Fjölskyldumeðlimir í þessum fjölskyldum lesa meira en fjölskyldumeðlimir í þeim fjölskyldum þar sem formlegt viðhorf er ríkjandi, og lestrarefni þeirra er jafnframt fjölbreyttara. Samræður um það sem fjölskyldumeðlimir lesa eru mun algengari og lestur er í mun meira mæli hluti af daglegu heimilislífi en hjá fjölskyldum þar sem formleg viðhorf eru ríkjandi. * * * Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum af niðurstöðum rannsóknarinnar. I upphafi verður fjallað stuttlega um lestrar- hefð innan fjölskyldnanna, um samhengi milli lesturs og annara tómstundavenja hjá börnunum og um mismun á fjölskyldum þeirra barna sem hafa áhuga fyrir lestri og þeirra sem eru áhugalítil um að lesa. Að því loknu er fjallað um mikilvægi þess að börn hafi góðan aðgang að lestrarefni. Því næst um viðhorf þátttakenda til lesturs og hvernig niðurstöður rannsóknarinnar falla að þeirri flokkun sem Van Lierop setti fram. Að lokum eru niðurstöðurnar reifaðar. 2. Lestrarhefð innan fjölskyldna I rannsókninni var lögð áhersla á að skoða lestrarvenjur á æsku- árum og hvernig foreldrarnir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu áhrif á lestraráhuga barna sinna. I Ijós kom að það var nokkur munur á því hversu sterk hefð var fyrir lestri hjá fjölskyldum þein-a barna sem höfðu áhuga á því að lesa og þeirra sem höfðu lítinn áhuga á að lesa. Hjá fyrrnefnda hópnum var tómstunda- lestur mun algengari og var þar meðal annars að finna fjöl- skyldu þar sem allir fjölskyldumeðlimir lásu mikið. Einnig mátti hjá þessum fjölskyldum oft rekja áhuga fyrir lestri aftur til fjórðu kynslóðarinnar, þ. e. langafa og langömmu barnanna. Hjá fjölskyldum þeirra barna sent höfðu lítinn áhuga fyrir lestri var ekki hægt að finna dæmi um jafnsterka lestrarhefð og sem dæmi má nefna að í þessum hópi var að finna fjölskyldu þar sem aðeins einn af fjölskyldumeðlimum hafði áhuga fyrir lestri og lestrarhefð því veik. Þegar munur á lestraráhuga fullorðinna þátttakenda hjá hópunum tveimur var skoðaður kom í Ijós að hann var mestur meðal elstu kynslóðarinnar. Nær allir afar og ömmur þeirra barna sem lásu í tómstundum sínum höfðu áhuga fyrir lestri en það átti einungis við um helming af öfum og ömmum þeirra barna sem lásu lftið. í báðum hópunum var að finna fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir lásu mjög lítið í tómstundum sínum. En almennt var lítill munur á lestraráhuga meðal foreldra barn- anna og sex af þeim sjö börnum sem lásu lítið áttu foreldri sem hefði átt að geta virkað sem fyrirmynd að því að lesa í tóm- stundum sínum. Það virðist því sem áhugi foreldranna fyrir lestri skipti ekki öllu máli heldur venjur þeirra í tengslum við lesturinn og hvað það er sem þeir gera til að vekja og viðhalda áhuga barnanna fyrir lestri. 3. Lestur og aðrar tómstundavenjur I rannsókninni var verið að skoða lestrarvenjur í samhengi við aðrar tómstundavenjur fólks. I framhaldi af greiningu á lestrar- og tómstundavenjum barnanna var fjölskyldunum tólf skipt upp í þrjá hópa. Fjölskyldur barna sem hafa fjölbreyttar tómstunda- venjur og eru áhugasöm um að lesa. I þessum hópi eru fimm fjölskyldur. Fjölskyldur barna sem hafa fjölbreyttar tómstundavenjur og hafa lítinn áhuga fyrir lestri. í þessum hópi er ein fjölskylda. Fjölskyldur barna sem hafa fábreyttar tómstundavenjur og hafa lítinn áhuga fyrir lestri. í þessum hópi eru sex fjölskyldur. Vel mætti hugsa sér fjórða hópinn, það er fjölskyldur bama sem hafa fábreyttar tómstundavenjur og eru áhugasöm um að lesa og má gera ráð fyrir að sá liópur hefði komið fram ef rætt hefði verið við fleiri fjölskyldur. I Ijós kom að samsvörun var milli tómstundavenja foreldra og barna og það sama átti í mörgum tilvikum við um venjur foreldra barnanna og tómstundavenjur hjá öfum þeirra og ömm- um. Jafnframt komu fram vísbendingar um að áhrif foreldranna á lestrarvenjur barna sinna hafi tengst því hvernig þeir höfðu áhrif á tómstundavenjur þeirra í heild því tómstundavenjur þeirra barna sem höfðu áhuga fyrir lestri voru fjölbreyttari en flestra þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga fyrir lestri og var munurinn á hópunum sérstaklega áberandi þegar skoðuð var þátttaka í menningarviðburðum og með hvaða hætti börnin not- uðu fjölmiðla. 4. Mismunandi venjur í tengslum við lestur hjá fjölskyldum Eitt af því sem talið er að hafi áhrif á lestraráhuga barna er ef lesið er fyrir þau þar til þau geta sjálf farið að lesa sér til ánægju. Sú venja að lesa fyrir börn virðist hafa færst í vöxt milli kynslóðanna þriggja en rúmlega helmingur af meðlimum elstu kynslóðinnar og flestir foreldranna sagði að lesið hefði verið fyrir sig. I viðtölum við foreldrana kom oft fram að þeir töldu þetta vera mjög mikilvægan þátt í því að byggja upp lestrar- úhuga hjá börnum. Það hafði verið lesið fyrir öll börnin, að vísu í mismiklum mæli þar sem á sumum heimilum var það venja að lesa fyrir þau daglega en á öðrum var það gert af og til. Þó kom í ljós að fyrir fjögur af þeim sjö börnum sem höfðu lítinn áhuga fyrir lestri hafði verið lesið rnjög rnikið. Hjá foreldrum þeirra barna sem voru áhugasöm um að lesa var það að lesa fyrir þau aðeins eitt skref af mörgum í þá átt að örva lestraráhuga þeirra. BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.