Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 11

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 11
Aðgangur og skipulag Orðið aðgangur er hér notað um tvennt. Annars vegar um bók- fræðilegan aðgang, þ.e. aðgang að skrám sem sýna hvað er til og hvernig rná fá af því afnot, og hins vegar um aðgang að gögnunum sjálfum, án tillits til forms rniðils, eftir að þau hafa verið fundin í skrám. Til þess að nýting upplýsinga sé möguleg þurfa þær að vera skipulagðar og skráðar á þann hátt að hægt sé að finna það sem þörf er á hverju sinni innan ásættanlegra tímamarka. Bókasafns- og upplýsingafræðin byggir á hefðum við skipu- lag heimilda, sem hafa mótast í aldanna rás eftir því sem meiri nákvæmni varð nauðsynleg við endurheimt upplýsinga. Reglur, sem notaðar eru alþjóðlega, hafa mótast í samræmi við hefðirn- ar og síðan alþjóðlegir staðlar, ISBD staðlarnir (26), ISO staðlar (27) og staðlaígildi við skráningu (28), flokkun (29) (30), lyklun (31) og skipulag útgáfurita. Þörfin á reglum var snemma augljós. Hægt þurfti að vera að sjá, í skrám bóksala og bókasafna, (32) (33) með óyggj- andi hætti, sem allir skildu eins, hvaða út- gáfurit var um að ræða og hvaða útgáfu þess, án þess að hafa ritin sjálf við höndina til glöggvunar. Slík þörf var ekki til staðar þegar um skjöl, sem iðulega voru aðeins til í einu eða örfáum eintökum, eða muni og minjar var að ræða. Sambærilegar hefðir þróuðust því ekki við skráningu slíkra heimilda enda þótt það hefði verið æskilegt. Síðar var einnig augljóst hagræði að því að geta samnýtt skráningarvinnu við skráningu útgáfurita sem fjöldi safna átti. Sala skráningartexta hófst um aldamótin 1900 í Bandaríkunum hjá Þingbókasafninu, Library of Congress, en seinna í öðrum löndum. (34) Hér á landi t.d. árið 1974, þegar sala á skráningartextum íslenskrar bókaskrár hófst hjá Skóla- vörubúðinni. Seinna tók Þjónustumiðstöð bókasafna við sölu skráningartextanna og jók framboð þeirra. Þegar sömu aðferðir, staðlar og reglur eru notaðar við skipu- lag og skráningu gagna án tillits til hvert formið er, má fá samhæfða skráningu hvers kyns heimilda og þannig einnig alls- herjar aðgang að heimildum, án tillits til forms eða gerðar, með því að tengja saman skrár mismunandi heimildasafna: bóka- safna, skjalasafna, minjasafna, listasafna o.fl. tegundir heim- ildasafna. Að þessu er augljóst hagræði, samnýta má leitarhug- búnað, sem dýrt er að þróa og halda við. Þá nýtist einnig sama kennsluefni og námskeið starfsfólki margra safnategunda. Auk þess eiga safngestir auðveldara með að átta sig á skráningu þegar þeir leita að efni í skrám mismunandi safnategunda. A næsta ári mun Fimmta rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og þróun hefjast. Stefnt er að því að innan hennar verði komið á „notendavingjarnlegu upplýsingasam- félagi“. Eitt meginmarkmið áætlunarinnar er að þróa upplýs- ingaþjónustu þar sem samhæfður aðgangur er, víða að, að margs konar heimildasöfnum. Þar hafa bókasöfn, minjasöfn, skjalasöfn, listasöfn o.fl. aðilar nýju hlutverki að gegna við að veita samhæfðan aðgang að heimildum sínum. (35), (36) Forsenda þess að markmið Fimmtu rammaáæltunarinnar nái fram að ganga er að hvers konar heimildir séu skráðar á sam- ræmdan hátt. Það er nauðsynlegt til þess að hægt sé að beita stöðlum við endurheimt, lán, kaup og annan aðgang. Hlutverk bókasafnsfræðinga við stöðlun á vistun heimilda er að vinna að samræmdri staðlaðri skráningu hvers kyns heimilda til þess að markmiðum upplýsingasamfélagsins um öflugan og auðnýttan aðgang almennings að hvers konar heimildum verði náð. Aðgangur að efni í tölvugagnasöfnum Þegar notendum var veittur aðgangur að geymslum bókasafna, varð að breyta skipulagi og þjónustu frá því sem verið hafði þegar bókaverðir náðu í pantanir safngesta í geymslur safnanna. Áhrif opna aðgangsins hafa reyndar, að margra dómi, orðið þau að tefja fyrir þró- un bókfræðilegs aðgangs. I opnum bóka- söfnum hefur leit safngesta og val á efni, að miklu leyti, farið fram við hillur en ekki í skrám eins og áður var. (37) Þróun í tölvu- og fjarskiptatækni og samnýting þeirrar tækni hefur orðið til þess síðasta aldarfjórðunginn að skráð þekking sem til er eingöngu í tölvutæku formi eykst stöðugt. Iðulega er engin leið til þess að beita gamalkunnum hilluleitar- aðferðunt við að finna og velja efni í þeim heimildasöfnum. I fyrstu var aðallega um að ræða handbókarefni, skrár og annað sambærilegt efni. Þá varð til ný sérhæfing innan bókasafns- og upplýsingafræðinnar, sérhæfing í því að leita í tölvugagna- grunnum. Eftir því sem fjölbreytni og magn þess efnis, sem eingöngu er aðgengilegt í tölvutæku formi eykst munu notendur sjálftr verða að tileinka sér þá þekkingu, sem þarf til að leita í þessum söfnum, í æ ríkara mæli. Það er hagur framleiðenda og söluaðila að skipuleggja efnið á þann hátt að auðvelt sé að nýta sér það, með sem minnstri fyrirhöfn. í því taka bókasafnfræð- ingar þátt, við það kemur þekking þeirra á þörfum notenda, upplýsingabeiðnum, leitum, skipulagi og vistun upplýsinga að góðum notum. (38) Jafnframt verður kennsla í notkun efnis í tölvugagnasöfnum æ brýnni. Hefja verður þá kennslu strax í grunnskóla og halda henni áfram alla skólagönguna. Þar hafa skólabókaverðir og kennarar mikilvægu hlutverki að gegna við að búa nýjar kyn- slóðir undir líf og starf í síbreytilegu þjóðfélagi. Jafnframt verða námskeið í nýjungum og síkennsluefni að vera aðgengileg fyrir fólk. þegar það þarf á þeim að halda. Þörfin á þessu er brýn, sér- staklega í ljósi þess að aukið magn mikilvægra upplýsinga mun eingöngu verða til í heimildasöfnum í tölvu. Hlutverk bókasafnsfræðinga við að auðvelda nýtingu tölvu- gagnasafna er að vinna að því ásamt framleiðendum að gera söfnin auðnýtanlegri og að kenna notendum bókasafna að nota nýju upplýsingamiðlana með námskeiðahaldi og samningu kennsluefnis. Á þessu sviði hefur gríðarlegt brautryðjandastarf verið unnið á Bókasafni Landspítalans við notendafræðslu og BÓKASAFNItr 22. ÁRG. 199« 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.