Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 22
Eins og sést á þessari töflu hafði meiri hluti ungmenna í öllum aldurshópum lesið og eru það 10 ára börnin sem koma út sem mestu lestrarhestarnir. Af þeim sögðust 88,6% hafa lesið bók eða bækur frá því um jól. Meðal 12 ára var þetta hlutfall 79,2%, meðal 14 ára er lestrartíðnin aðeins meiri eða 79,6% en minnst meðal 16 ára þar sem 68% segjast hafa lesið. Spurt var um lestrarmagn og kom í ljós að margir hafa verið iðnir við lesturinn. Meðal 10 ára barna höfðu þeir sem lásu um jólin lagt að velli alls 443 bækur eða að meðaltali 2,87 bækur hvert barn. 26 einstaklingar sögðust hafa lesið fimm bækur eða fleiri. Þau 12 ára börn, sem höfðu lesið eitthvað, höfðu lokið við 3,06 bækur hvert að meðaltali og eru með hæst meðaltal í þessari könnun. Inn á milli virðast leynast miklir lestrarhestar ekki síður en meðal 10 ára barnanna og 25 þeirra 12 ára barna sem spurð voru sögðust hafa lesið fimm bækur eða fleiri. Þegar litið er til 14 ára unglinganna er bókafjöldinn sem þeir sögðust hafa lesið frá jólum alls 353 sem jafngildir því að hver unglingur sem las á annað borð hafi lesið 2,45 bækur hver. Af hópnum höfðu 11 einstaklingar lesið fimm bækur eða fleiri. Af þeim unglingum sem eru orðnir 16 ára sögðust 32% ekki hafa lesið neitt en þeir sem á annað borð líta í bók sögðust hafa lesið alls 235 bækur eða að meðaltali 2,28 bækur frá jólum. Fimm einstaklingar höfðu lesið fimm bækur eða fleiri. Af þessum tölum má draga þær ályktanir að jólin séu ennþá bókahátíð meðal flestra ungra Islendinga. Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja til um aðra tíma ársins útfrá þessari könnun en telja má að ennþá séu jólin sá tími sem er vinsæll til lestrar. Hins vegar má þó spyrja hvort bókaþjóðinni þyki nóg að um 80% barna og unglinga lesi því það táknar að um 20% lesi ekkert, ekki einu sinni um jólin. Einnig má segja að þegar 32% 16 ára unglinga les ekkert um jólin þurfi að huga betur að því hvað veldur að þessi aldurshópur hefur jafn litla lestrarlöngun og raun ber vitni. 2.1 Kynjamunur Það eru viðtekin sannindi að telja að stelpur séu meira fyrir bækur en strákar. Þessi könnun styður þá kenningu því í öllum fjórum aldurshópunum eru stelpurnar iðnari við lesturinn en strákarnir. Tafla 2. Bóklestur eftir kyni 90_87,4,89’9, ____________ 88 ■- 76,4 81,9 70,8 65,4 70,3 10 ára 12 ára 14 ára 16 ára [] Strákar [] Stelpur Eins og sjá má eru stelpurnar alls staðar með meiri lestur en strákarnir. Af 10 ára stelpum er 2,4% fleiri sem segjast lesa en strákarnir. Við 12 ára aldurinn eru stelpurnar 5,5% fleiri. Mestur er munurinn við 14 ára aldurinn þegar 17,2% fleiri stelpur en strákar segjast hafa lesið. Munurinn minnkar aftur við 16 ára j aldurinn þar sem hann er tæp 5%. Sé hópurinn skoðaður sem heild hafa 75,2% strákanna í könnuninni lesið frá því um jól en 82,5% stelpnanna og er munurinn því alls 7,3% stelpunum í hag. 2.2 Búsetumunur Eins og sést á töflunum hér fyrir framan er talsverður munur á | lestrartíðni ungmenna eftir aldri og kyni. Einnig þótti forvitni- legt að skoða livort munur væri á bóklestri eftir búsetu, þ.e. hvort merkjanlegur væri munur eftir því hvort börnin væru búsett í Reykjavík eða úti á landi. Þar sem úrtakið var ekki lagskipt heldur hreint slembiúrtak er fjöldi einstaklinga úr hverjum landshluta breytilegur og endur- speglar ekki fbúafjölda. Skiptingin í landshluta var gerð eftirá og er með þeim hætti að póstnúmer 101-112, 170, 190-220, og 270 teljast til höfuðborgarsvæðis en öll önnur póstnúmer til landsbyggðar. Bóklestur eftir búsetu Tafla 3. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 10 ára 12 ára 14 ára 16 ára Heild 90,3 86.1- -86,6- 73,3 79,6 79,5 73,8 62,9 .78,2_ □ Höfuðborg □ Landsbyggð Á þessari töflu sést að í flestum tilvikum er munurinn ekki mikill milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sé heildin skoðuð hafa 79,6% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæði lesið en 78,2% þeirra sem búa utan þess svæðis. Einna mestur er munurinn landsbyggð í hag varðandi 12 ára börn, en þar sögðust 86,6% hafa lesið en aðeins 73,3% höfuðborgarbarna. Þetta snýst við þegar kemur að 16 ára unglingum en þar hafa 73,8% höfuð- borgarunglinga lesið en aðeins 62,9% unglinga utan þess svæðis. 3. Bækur sem jólagjöf 1996 Einn tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvort ennþá væri við lýði sú gamla hefð að gefa bækur í jólagjöf. Hver einstaklingur var spurður hvort hann hefði fengið bækur í jóla- gjöf, hve margar, hvaða bækur og hver hefði gefið þær. Með því að telja upp þá titla sem hver og einn fékk var verið að leita svara við því hvort þær bækur sem gefnar voru í jólagjöf væru 22 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.