Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 74

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 74
Ritdómur Bókasafnsfræðingatal Mál og mynd, Reykjavík, 1998. Bókasafnsfræðingatal er stór bók um 440 síður. Aðalhluti þess eru æviskrár 306 bókasafns- og upplýsingafræðinga, en þar af eru aðeins 39 karlar svo að ekki er jafnrétti í stéttinni. Ritið hefst á aðfaraorðum eftir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur. Þar er fjallað um upphaf stéttarinnar og upphaf kennslu í bóka- safnsfræði hérlendis. Um aðfaraorðin er það að segja að mér fínnast þau nokkuð hástemmd. Þar segir að kennsla hafi hafist í greininni við Háskóla Islands haustið 1956 að frumkvæði Björns Sigfússonar og var „fyrsti nem- andinn, Olafur Pálmason, cand. mag.“. Þetta er svolítið ónákvæmt, því að 1956 var Olafur Pálmason stud. mag., og hann lauk síðar magisters- eða meist- araprófi öðru nafni. Um kennsluna á fyrstu árunum segir m. a.: „Ahersla var lögð á handritalestur og bókasafnsnotk- un sem sagnfræðilega hjálpargrein. Nokkrum árum síðar var bætt við skráningu og annarri safnfræði þegar fyrsti stundakennarinn, Olafur F. Hjart- ar, hóf kennslu." Þetta er ekki í sam- ræmi við þá kennslu sem ég naut, er ég stundaði nám í greininni veturna 1962- 64. Handritalestur lærði ég ekki í námi í bókasafnsfræðum, en hann var stund- um kenndur, og ég skil ekki hvernig stendur á að talað er um „sagnfræðilega hjálpargrein.“ Björn lagði mesta áherslu á að kenna flokkun og skráningu, en Ólafur F. Hjartar kenndi mest bókfræði íslenska og erlenda, ef ég man rétt. Við vorum fimm strákar, sem fylgdust lengst af í náminu og var það hjá öllum nema einum viðbót við magisters- eða kandidatsnám í íslenskum fræðum og lögfræði, dæmi var um að menn tóku bókasafnsfræði sem viðbót við læknisfræði. Ekki vorum við fjórmenningar áhugalausir um að ljúka 3. stigi, en Björn taldi ekki þörf á því þar sem við myndum ljúka kandid- atsprófi í öðrum greinum. Með öðrum orðum hugsaði hann sér námið sem viðbót við annað háskólanám, sem hlýtur að vera mjög gagnleg samsetning. Enginn af okkur fjórum hefur stað- fest í bókavörslu til langframa, en samt hefur okkur orðið veru- legt gagn að náminu. Ekki hefur menntun okkar heldur verið álitin gagnslaus, því að til tveggja okkar var leitað til að skrifa ritdóm um bók Böðvars Kvaran: Auðlegð íslendinga, en enginn bókasafnsfræðingur hefur svo mér sé kunnugt skrifað um þá bók. Þegar litið er yfir æviskrárnar sést að fáir, u. þ. b. tugur, hefur lokið kandidatsprófi í öðrum greinum. Margir þeirra eru ekki starfandi í stéttinni og hafa sumir náð miklum frama annars staðar, eins og t. d. Fríða Á. Sigurðardóttir. Kristín H. Pétursdóttir formaður ritnefndar skrifar formála og greinir frá kveikjunni að ritinu, hverjir kallast bókasafnsfræð- ingar og umfangi ritsins. Eitthvað hafa verið deildar meiningar um hverjir skyldu takast í talið, því að safnað var æviskrám a. m. k. sumra stundakennara í greininni, þótt niðurstaðan yrði að þeir væru ekki teknir með. Næst á undan æviskránum sjálfum eru leiðbeiningar, en þar er greint frá gerð þeina og hjálparskráa aftan við. I texta æviskránna er vitnað um einstök atriði í kirkjubækur og önnur opinber gögn og er það af hinu góða. Ég sá sjaldan getið að heimildir greindi á, viðkomandi teldi annað en kirkjubók eða önnur opinber heimild greinir. Kirkjubækur voru misjafnlega færðar og oft ekki hægt að vita hver fer með rétt mál. Dæmi eru til í kirkjubókum að drengir hafi verið kvenkenndir, og þá getur reynst erfitt að trúa bókstafnum. Eins og áður sagði er meginefni ritsins æviskrár bókasafnsfræðinga, og eru þær vel og skipulega uppsettar svo fyrirmynd er að. Getið er foreldra og föður- og móðurforeldra, allra með fæðingardag og -stað og vitaskuld einnig um dánardag þeirra sem látnir eru. Sama vitneskja er um uppruna maka, sem þó er oft minni í slíkum tölum. Ættfræðinni er mjög vel sinnt, þar sem seinasti liðurinn í æviskránum er: „Skyldleiki eða vensl við aðra bókasafnsfræðinga“ og þar er skyldleiki rakinn allt aftur í 5. lið. Finnst þar trúlega flestum nógu langt rakið. Annars finnst mér alltaf til fyrirmyndar uppsetning á fæðingardögum í Lækna- talinu hjá Vilmundi Jónssyni landlækni, en þar var skilin eftir eyða fyrir dánardegi. Allir eru dauðlegir. Myndir eru af flestum í talinu, en því miður vantar myndir af nokkrum. Náms- og starfsferill er rakinn af nákvæmni og einnig ritstörf. Ekki sakar að nefna að mér datt í hug þegar ég las ritaskrár sumra, að stundum getur verið gott að taka til fyrirmyndar: Danske middelalderforskere — en oversigt. Þar er kvóti á fjölda rita, sem heimilt var að birta bundinn við 10. Með þeirri aðferð fæst vandað úrval, en ekki fyllsta nákvæmni. Alls staðar er getið um heiti prófritgerða og sumar hafa verið prentaðar, en tvö dæmi sá ég að sleppt hafði verið að nefna prentanir þeirra í ritaskrám, sem er með verri göllum sem ég sá í ritinu. Getið er Bókasafnsjræðingatal Æviskrár íslenskra bókasafns- °g upplýsingafraðinga 1921-1996 M Míil ojj myud Rcykjavik 1098 74 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.