Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.1998, Qupperneq 58

Bókasafnið - 01.01.1998, Qupperneq 58
Kári Bjarnason Um verndardýrlinga bókavarða I innist nokkur stétt manna og kvenna í veröldu sem síst má vera yfirgefin af hollvinum annars heims mun það vera stétt bókavarða. Hvort heldur verið er að leita upplýsinga um skeggsídd fornmanna eða heimilda um fyrsta eiganda þvottavélar á Islandi er ljóst að mannleg viska ein og yfirgefin er harla vanmáttug. Þó munu allir bókaverðir kannast við að orð ritningarinnar „leitið og þér munið finna“ mega heita nokkurs konar einkunnarorð hins góða bókavarðar. Einhvers staðar í bókum safnsins er svarið við hinni óárennilegu spurningu dagsins falið. En hvernig á að leita og hvar á að bera niður? í þessari grein verður engin tilraun gerð til að draga fram vegprest er geti vísað leiðina að því eina svari er svarar öllum spurningum enda hvorki víst að slíkt svar fáist né að það sé hagkvæmt fyrir bókavörðinn að starf hans sé gert svo óþarft. Hins vegar langar mig til að benda á annan meðalgöngu- mann milli hins spurula gests og hins rétta svars.1 Allt frá fyrstu tíð hefur kristin kirkja haldið á lofti minningu ákveðinna einstaklinga framar öðrum gengnum. I frumkristni var einkum um þá menn og konur að ræða sem létu líf sitt fyrir trúna. Voru þeir nefndir píslarvottar og dánardægur þeirra haldið hátíðlegt. Eftir því sem kristin kirkja óx fram í veröldunni og andstæðingar hennar urðu að sama skapi liðfærri fækkaði þeim er lögðu líf sitt í sölurnar fyrir hinn sanna mál- stað. I þess stað fór að bera á sögnum um annars konar hetju- dáðir er drýgðar voru með því að beygja líf sitt undir ok guð- legrar blessunar. Slíkir menn og konur voru nefnd dýrlingar og því var trúað að með lífi sínu hefðu þeir orðið fyrirmyndir hinna er enn lifðu. Áfram liðu tímar og trú manna á meðalgönguverk dýrlinga staðfestist með því að smám saman urðu til blómlegar bókmenntir um liðsinni á ögurstundu er reis ofar mannlegu hyggjuviti. Á íslensku eru til fjölmargar sagnir af hugprýði dýrlinga, hvoru tveggja í bundnu sem óbundnu máli, og hversu vel þeir gátu brugðist við fyrirbænum þegar mikið lá við. Nægir hér að minna á verndardýrling íslendinga, heilagan Þorlák Þór- hallsson (1133—1193), en helgi hans var lögtekin á Alþingi fyrir réttum 800 árum. I Þorláks sögu hinni elstu segir svo af velgjörningum biskups handan þessa heims: Margir sjúkir menn fengu heilsu, í hverskonar sóttum sem lágu, ef hétu á nafn hans. Ef menn váru staddir á sjó eður á landi, í hverskonar háska sem váru, þá fengu skjóta bót sinna vandræða, þegar hétu á hann, svo að vindar lægðust, en sjór kyrrðist, eldgángur slokknaði, vatn minnkaði, hríðir féllu, fundust fjárhlutir er menn týndu, og er menn bundu mold úr leiði hans við mein, sulli eður sár, þá batnaði skjótt. Fénaði bættist allskyns sóttir, þegar heitið var á hann.2 Helgum mönnum og konum hefur í aldanna rás fjölgað í kirkjunni og til samræmis við flókna en heildstæða heimsmynd hennar hefur þeim verið skipað niður, hverjum á sínum stað. Á bak við útnefningu dýrlings og skipan hans til tiltekins sætis er ákveðin hefð sem myndast hefur á löngum tíma og verður ekki rakin hér. I þess stað skal alfarið snúið sér að spurningu dagsins: Hvert á hinn þrautpíndi bókavörður að leita með sínar oft á tíðum að því er virðast óleysanlegu fyrirspurnir? Helstu bækur á sviði verndardýrlinga nefna jafnan heilagan Híerónýmus fremstan til sögu, sumar nefna hann einan. I sam- ræmi við þá venju skal fyrst vikið að honum en þá að þeim tveimur er einnig hafa verið kallaðir verndardýrlingar bóka- varða. Heilagur Híerónýmus er talinn hafa fæðst um 340-342 í Stridon sem hermt er að muni hafa staðið á þeim slóðum þar sem hin gamla Júgóslavía og Ungverjaland mætast. Hann gerð- ist einsetumaður á ungum aldri og segir sagan að hann hafi brugðið á það ráð til að gleyma hinum holdlegu hugsunum sent á hann haft sótt í einverunni að setjast niður við að læra hebr- esku. Varð það til hinnar mestu gæfu fyrir Guðs kristni því heilagur Híerónýmus sneri í framhaldinu fyrstur manna ger- völlu Gamla testamentinu á latneska tungu beint úr frummálinu. Skömmu áður hafði hann betrumbætt eldri þýðingar á Nýja testamentinu með því að fara vandlega yfir hinn gríska frum- texta. Hin nýja biblíuþýðing varð grundvöllur þess biblíutexta sem katólska kirkjan notar enn. Hann andaðist í Betlehem 30. september árið 420 og til samræmis við þær venjur að dánar- dægur dýrlingsins sé jafnframt minningardagur hans ætti höfuð- dagur bókavarðastéttarinnar að vera sá dagur. Ekki er hafið yfir allan vafa að þeir tveir aðrir sem nefndir hafa verið verndardýrlingar bókavarða hafi nokkru sinni átt sér holdlega líkami. Af þeim eru einasta varðveittar helgisögur frá fyrri öldum, en ekkert áþreifanlegra. Sá fyrri er heilagur Lárenl- íus og var hann þekktur hér á landi. Meðal annars er saga hans varðveitt á íslenskri tungu og að minnsta kosti átta kirkjur voru á miðöldum helgaðar honum. Sagnir eru til um heilagan Lárent- (us allt frá 4. öld og er talið að hann hafi verið píndur til dauða 10. ágúst árið 258. Hann er jafnan sýndur á myndum hvílandi á steikarrist með spennta bók sér um hönd. Bókin merkir hug- prýði hans sem hann var rómaður fyrir sakir þess atburðar er segir í Lárentíusar sögu: „Allir undruðust styrk Lárentíusar en grimmleik Decíusar, er hann lét steika kvikan mann. Heilagur Lárentíus mælti: „„Þakkir geri eg þér, drottinn Jesús Kristur, því að þú styrktir mig.“ Þá leit hann í gegn konunginum og mælti: „Nú em eg 58 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.