Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 21

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 21
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir Lestur er bestur Um lestur íslenskra barna og unglinga Hversu oft höfum við ekki heyrt þá klisju að við íslendingar séum bókaþjóð. í raun og veru þykir okkur svolítið vænt um að geta kallað okkur bókaþjóð því það er okkar aðferð við að sýna umheiminum hátt menningarstig þessarar litlu þjóðar. Það er ef til vill þess vegna sem nú læðast að okkur smá efasemdir um hvort þetta sé í raun og veru rétt þegar við lesum um að lestri og læsi íslenskra barna fari hrakandi og stærri og stærri hluti hvers árgangs lesi alls ekki neitt. Tónlistin glymur á fjölda rása þar sem hið talaða orð heyrist varla og það sem heyrist er oft á tíðum engin gullaldar íslenska. Tölvur og Netið mikla hafa lætt sér inn á flest heimili landsins og rnargt ungt fólk er sólgið í þá skemmtun og spennu sent þessi nýi miðill býður. Orðstír Islendinga sem bókaþjóðar er samt sem áður sterkur og útlendingar furða sig á allri þeirri bókaútgáfu sem á sér stað hjá þessu litla málsamfélagi. Það er einkum barnabókaútgáfan sem vekur mikla athygli og furðu erlendra ntanna sem hingað koma. Það er þeim óskiljanlegt hversu margir titlar eru gefnar út fyrir svona örlítinn markað. Allir vita að til þess að gefa út bók þarf að vera fyrir hendi ákveðinn markaður og eftir því sem bókamarkaðurinn er stærri má reikna með að fleiri titlar komi út og jafnframt eru bækurnar ódýrari sem aftur hefur áhrif á markaðsstöðu þeirra í samkeppni við aðra vöru. Ein einfaldasta skýringin á því að íslensk barnabókaútgáfa er jafnsterk og raun ber vitni hefur ávallt verið talin sú hefð ís- lendinga að gefa börnum sínum bækur í jólagjöf umfram aðra hluti. Þar með skapast markaður sem gerir það mögulegt fyrir útgefendur að bjóða íslenskum börnum upp á talsverða fjöl- breytni í bókavali á sínu móðurmáli. En ef þessu er svo háttað má lfka draga þá ályktun að án jólabókahefðarinnar sé bóka- útgáfa fyrir börn illmöguleg án opinberra styrkja. I ljósi þess hve lítið er vitað í raun og veru um þetta fyrir- brigði þótti við hæfi að reyna að rannsaka nokkra þætti þess flókna samspils sem gerir íslenskum börnum kleift að fá bækur á sínu móðurmáli. Hér er um að ræða samspil sem nær til rit- höfunda, bókaútgefenda, bókabúða og síðast en ekki síst neyt- endanna, barnanna sem fá bækur í jólagjöf og áhuga þeirra á lestri. Börnin kaupa ekki sjálf sínar bækur og þess vegna er enn einn þátturinn í þessu samspili tengsl þeirra við gefendur bók- anna. Því er forvitnilegt að skoða hversu áhugasöm börn eru um bækur og lestur því ef áhuginn á lestri minnkar, minnkar jafn- framt áhugi gefenda á að gefa bækur. Þeir sem leita að jólagjöf- um reyna oftast að finna það sem móttakandinn hefur áhuga á. 1. Rannsóknaraðferð Rannsóknarverkefnið sem liggur að baki þessarar greinar var hannað til þess að afla upplýsinga um ýmislegt er snertir þennan þátt íslenskrar menningar. Gögnum var safnað í janúar 1997. Fengið var slembiúrtak allra 10, 12, 14 og 16 ára ungmenna á landinu, alls 800 einstaklinga. I úrtakinu voru 100 strákar og 100 stelpur í hverjum aldurshópi. Var hringt í þá sem til náðist og talað við þá í urn fimm mínútur þar sem þeir voru spurðir um ýmislegt varðandi jólabækur og gefendur þeirra, lestur og eftir- lætisbækur, Internetnotkun og bókasafnsnotkun. Aður en könn- unin var gerð var forráðamönnum 10, 12 og 14 ára barna sent bréf og þeir beðnir um leyfi til að talað væri við börnin og þeim gefinn kostur á að hafna þátttöku. Aðeins örfáir foreldrar höfn- uðu þátttöku og er það ákaflega þakkarvert hversu góðar undir- tektir fengust við þessari beiðni. Fimm háskólanemar önnuðust hringingarnar: Fanney Kristbjarnardóttir, Hallgrímur Indriða- son, Rósa Lyng Svavarsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir og Svava Guðjónsdóttir. Þær Sólveig og Svava unnu svo B.A.-ritgerð sína í bókasafns- og upplýsingafræði vorið 1997 upp úr gögnum yfir 14 og 16 ára ungmenni. í heild var svarprósentan 88,1% sem telst mjög vel viðun- andi. Bestar voru heimturnar hjá 12 ára börnum eða 91,5% (183), 14 ára svarendur voru 90,5% (181) hópsins. Af 10 ára börnum náðist í 87,5% (175) og af 16 ára hópnum náðist í 84,5% (169). Niðurstöður byggjast því á viðtölum við 708 börn og unglinga. Heiðrún Sigurðardóttir, bókasafnsfræðingur, sló öll gögnin inn í SPSS og keyrði út nauðsynlegar töflur. Þeir þættir sem teknir eru fyrir í þessari grein eru einkum þær niðurstöður sem snúa að lestri og tengslum lesturs við jóla- bækur. Einnig er skoðaður kynjamunur, búsetumunur og aldurs- munur hvað snertir lestur og bækur sem jólagjafir. 2. Eru jólin lestrartími? Lestur íslenskra ungmenna um jól 1996 I þessari rannsókn var spurt hvort viðkomandi hefði lesið bók frá því um jól. Hér er um að ræða 2-3 vikur, frá jólum og fram í janúar þegar könnunin var gerð. Tafla 1. Bóklestur frá því um jól (%) BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.