Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Page 70

Bókasafnið - 01.01.1998, Page 70
Bókin á náttborðinu Guðný Svavarsdóttir A náttborðinu mínu liggur bókastafli, í honum leynast mörg gullkornin sem ég gægist í með reglulegu millibili. Þar eru t.d Ægisgata eftir hann John Steinbeck, sú bók finnst mér batna með hverjum lestri. (Ekki veit ég hvar þetta endar, þvr' ég les hana stundum tvisvar til þrisvar á ári og sleppi stöku sinnum úr.) Þarna finnst líka bók sem heitir Eins og fólk er flest. Þessi bók er greinasafn skrifað af Ellert B. Schram. Þessar greinar eru um sitt lítið af hverju og voru flestar skrifaðar sem helgarpistlar í DV á sínum tíma. Eg hef haft ómælda ánægju af að lesa þær. A náttborðinu mínu finnast líka danskar krossgátuorðabækur sem ég nota talsvert vegna eins af mörgum áhugamálum mínum sem er danskar krossgátur. Þar er einnig lítil bók með tilvitnunum og hugleiðingum eftir Maya Lou Angelou, ég gríp oft til hennar svona á síðkvöldum. En mig langar líka að segja frá nokkrum af þeim bókum sem ég las um og eftir jólabókaflóðið síðasta. Fyrsta bókin sem ég las úr því ágæta flóði var barnabók sem í íslenskri þýðingu heitir Besti jólaleikur allra tíma og er hún eftir Barböru Robinson, ekki ætla ég mér að lýsa því hvað ég hló mikið við fyrsta lestur, sem ég las eingöngu fyrir sjálfa mig, en svo las ég hana upphátt fyrir dætur mínar 9 og 10 ára og hló ég þá hálfu meira og höfðu telpurnar á orði að ég væri ómögulegur upplesari, þó fóru leikar þannig að þær skemmtu sér ekki síður en ég. Seinna um jólin las ég svo fyrir okkur aðra bók eftir sama höfund og heitir hún Besta/ versta skólaár allra tíma, ekki var hún síðri. Svo tók ég til við að lesa unglingabók sem heitir Bróðir minn og bróðir hans, hún fjallar um sam- kynhneigð. Þessa bók finnst mér að ætti að leggja inn í samfélagsfræði í efri bekkjum grunnskólanna vegna þess hve hún fjallar um þessi mál á fordómalausan hátt. Og af því að ég er svo mikill spennufíkill þá las ég eina spennubók eftir Mary Higgins Clark, sem heitir Silent Night, höfundur nær upp talsverðri spennu í bókinni sem fjallar um barnsrán og fleira svona rétt fyrir jólin. Nú jæja, áfram hélt ég og næst las ég bók sem heitir Minnisbókin það fannst mér vera ein af þessum hugljúfu ástarsögum sem koma við hjartað í manni. Sagan er byggð á dagbókarbrotum og fjallar um Alzheimersjúkdóminn. Þá tók ég mig loks til og las þá bók sem ég tel að standi upp úr °g nefnist hún á íslensku Konan sem gekk á hurðir, undir lestrinum fannst mér alltaf eins og bókin væri skrifuð af konu, sem hún alls ekki er. Efnistökin eru frá nokkuð öðrum sjónar- j hóli en ég hef áður fundið og hafði ég alltaf á tilfinningunni að ég væri að borða úr konfektkassa þar sem allir molarnir væru jafngóðir. Gunnhildur Manfreðsdóttir Mitt náttborð hefur alltaf verið of lítið því yfirleitt er ég með mjög fjölbreytt lesefni mér við hlið, því vill staflinn teygjast yfir á gólfið. Núna undanfarið hef ég t.d. verið með um 50 tímarit um garðyrkju sem ég hef verið að grúska í, bækur og tímarit um tölvuvædda skjala- stjórnun og tvær bækur. Kvöldlesningin fer því eftir hugarástandi hverju sinni. Eg ætla að segja stuttlega frá þeim bókum sem ég er nýbúin að lesa og var mjög hrifin af. Þær eru eftir rithöfundinn Amy Tan sem er af kínverskum ættum en fæddist í Bandaríkjunum stuttu eftir að foreldrar hennar komu frá Kína. Bækurnar Kona Eklhúsguðsins og Dóttir himnanna komu út í íslenskri þýðingu með stuttu millibili. Amy skrifar alveg einstaklega lifandi texta og tekst að koma heilmiklum fróðleik um kínverska menningu og hefðum til skila í sögum sínum. Fyrri bókin er ævisaga móður Amy Tan og er með ólíkindum hvernig nokkur mann- eskja geti átt svo viðburðarríkt líf og lifað ólíka tíma í Kína og síðar í Bandaríkjunum. Dóttir himnanna er af allt öðrum toga en þær tengjast samt á ýmsan hátt. Rakin er saga hálfsystra er hittast fyrst þegar sú eldri, Kwan, er 16 ára, kemur frá Kína til Bandaríkjanna og flyst inn á heimili Oliviu sem þá er 7 ára gömul. Tveir ólíkir menningarheimar mætast og uppgjör systr- anna er mjög áhrifamikið. Eg mæli eindregið með bókum Amy Tan og bíð átekta eftir næstu bók. Hrafnhildur Hreinsdóttir Náttborðið mitt er alltaf þakið bókum. Þar liggja alltaf einhverjir reyfarar, en mér finnst gott að grípa í slíkar bækur, bæði spennusögur og ástarsögur. Ég les yfirleitt ekki svo mikið um jólin heldur dreifist það jafnt og þétt yfir árið. Þó mest á sumrin og í febrúar en þá leggst ég í liíði eins og björninn og les allt sem ég kemst yfir. Það eru ekki margar bækur sem ég vil eiga sjálf og þess vegna fæ ég mikið lánað á bókasöfnum. Og það er einmitt í febrúar sem almenningssafnið mitt fer að taka við pöntunum á „jólabókunum". Þau halda örugglega á safninu að ég sé léttgeggjuð þegar ég legg inn pöntun fyrir 30 bókum. Þetta er yfirleitt sá fjöldi af bókum, íslenskum og þýddum, sem ég hef áhuga á að lesa eftir nákvæma yfirlegu yfir Bóka- tíðindum, umræðum við vini og starfsfélaga, umfjöllun í tjöl- miðlum o.s. frv. Fjölskyldan segir hins vegar að ég geri þetta til þess að einhver hringi í mig — en síminn glymur 2-3 sinnum á 70 BÓKASAFNIÐ 22, ÁRG. 199»

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.