Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 26
:tt>
XII.
, Eg stöðiipp og gekk niður í dalinn, og sjá, þar stóð dýrð-
in drottins." Esek. 3, 23.
,Ef þú byrgir þitt auglit, þá skelkast þær; ef þú tekurþinn
anda frá þeim, þá deyja þær og hyerfa aftur í duftið. Þú
útsendir þinn anda, þær skapast og þú endurnýjar mynd
jarðarinnar. “ Sálm. 104, 29. 30.
,Fjöllin færast úr stað og hálsarnir riða, en mín miskunn-
semi við þig skal ekki úr stað færast og minn friðarsátt-
máli ekki raskast, segir drottinn, þinn miskunnari.“
Esaj. 54, 10.
Nú sól er upp runnin og sumar er bjart,
nú sigur er unninn, þótt stríö væri hart.
Nú dúr taka fjöllin af dansinum móö,
það dagaði’ upp tröllin, sem ógnuðu þjóð.
Nú alkyrr er jörðin, hún orðin er stilt,
nú andar guðs hjörðin svo létt og svo milt;
það velt er af bjargi’, er á brjósti’ hennar lá,
og burtu velt fargi, sem hvíldi þar á.
Nú hlíðarnar glóa svo hýrar á brá
og holsárin gróa þeim brjóstunum á;
nú grundirnar ljóma svo glaðar á ný
og grasið í blóma vex dölunum í.
Nú lindirnar sitra með ljúflegum klið,
ei lengur þær titra með skjálfandi nið.
þær loft spegla tærar og lausar við gróm
og ljóma svo skærar sem náttdöggvuð blóm.
Nú rústunum fækkar og rutt er þeim frá,
og risið, það hækkar nú býlunum á;