Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 97
áfengum drykkjum. það var komin ný eöa svo gott
sem ný, hræðilega aukin, freisting inn í mannfélög
landanna fyrir fólk til þess að hníga niöur í syndir og
svívirðingar ofdrykkjunnar. Og þá um Jeiö nýtt hræði-
legt afl komið inn í mannkynssöguna, eða gamalt afl
miklu sterkara og hræðilegra en áður, afl, sem
myrkraríkið flestu öðru betur gat notað til þess að lama
kristindóminn hjá þjóðum og einstaklingum, svifta
menn blessan hans, setja Jesúm Krist — ekki opinber-
lega, heldur í kyrrþey, öllum þorra fólks nærri því
ómerkjanlega — af sem hinn æðsta yfirherra í sjálfri
kirkjunni.
Menn taka yfir höfuð ekki upp á því að drekka í
neinum illum tilgangi. Menn drekka til þess að fá
létta lund og glaða stund. Og ef þar gæti staðar num-
ið, þá væri öllum óhætt. Enda er beinlínis gengið út
frá því í guðs orði, að vínið sé í upphafi af guði sjálf-
um gefið mönnum, þeim til saklauss fagnaðarauka.
,,Vín, sem gleður mannsins hjarta“ stendur í einum
hinna guðinnblásnu Davíðs sálma (104, i5);ogþarer
vínið nefnt við hliðina á brauðinu, sem hin kærleiks-
ríka forsjón guðs leggur á borð mannanna; hvort-
tveggja jafn-góð og þakkarverð gjöf frá drotni sjálfum.
Allir muna eftir kraftaverkinu, sem frelsarinn fram-
kvæmdi í brúðkaupinu í Kana. Hann breytti vatninu
í vín. Og það var meira að segja fyrsta vfirnáttúr-
lega teiknið, sem hann lét framkoma, til þess að opin-
bera sína guðlegu dýrð. þar er sýnt, að vínið er í
sjálfu sér enginn vondur, vanheilagur hlutur, og um
leið, að það er einmitt af frelsaranum sjálfum ætlað
mönnum til fagnaðarauka. Og í þriðja lagi er að
minnast kvöldmáltíðarinnar, eins og það blessað