Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 153
153
Til þess ættu íslendiugar aö vera allra manna hæfastir,
því enginn skilur fornöldina eins og þeir. Svo fram-
lega sem íslenzkar bókmentir eiga nokkurn þroska
fyrir höndum, verður þetta gjört með tímanum. Mig
skyldi ekkert furða, þótt íslenzk skáld ættu eftir að draga
athygli alls heimsins að sér, verða heimsfrægir menn,
þegar þeir eru búnir að losa sig við þá hjátrúar-kreddu,
að það sé hverjum manni ofætlun að yrkja út af sög-
um vorum.
þess vegna kann ég síra Matthíasi margfalda þökk
fyrir þessi Grettisljóð. Hann hefur gjört sitt til að
sýna, að þótt það sé vandaverk, sem hann hefur færst
í fang, er það engu síður vinnandi verk. Með því hef
ég ekki sagt, að honum hafi tekist að lyfta Grettistaki
sínu til fulls. Hann hefur naumast komið því nema á
hálfa leið. En það, að hann hefur komið því helm-
ing leiðarinnar, er óræk sönnun þess, að ekki þarf
nema herzlumuninn til að koma því alla leið. Hann
hefur ekki komist eins langt og Tegnér. Mig furðar á,
að síra Matthías, sem varði æskukröftum sínum til að
þýða Friðþjófssögu og tókst það svo snildarlega, skyldi
ekki betur hafa hugfest, hvað það var, sem lét Tegnér
hepnast svo vel. Ljóð hans komu algjörlega í stað
sögunnar; hún varð öllum þorra manna óþörf eftir að
sænska skáldið hafði snúið henni í ljóð, hve mikil sein
vanþekking höfundarins kann að hafa verið á fornöld-
inni. Hér var sagan öll, söguþráðurinn óslitinn, en
efninu öllu og mönnunum lyft upp eins og steini, sem
legið hefur niðri í gili og borinn er upp á háan hól.
þetta verður nú ekki um Grettisljóð sagt. Söguþráð-
urinn er of slitróttur og bláþræðir á honum of víða.
Hugurinn hverfur frá ljóðunum og til sögunnar; maður
þarf að sækja hana upp á hillu og fara að lesa upp,
til að vita, hvernig þetta var alt saman, ef maður á að
geta notið ljóðanna. Steininum hefur ekki verið lyft
nógu hátt, hann hefur ekki komist nema hálfa leið.
Grettir síra Matthíasar er ekki meiri maður né
fegri hetja en Grettir sögunnar. Hann hefur verið