Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 141
141
veruleikann heldur en þá, hvort sem þeir fylgja
realista*)-stefnunni í einu og öllu e5a ekki. Síra
Valdimar yrkir eins og hún heföi aldrei verið til. þaö
er nú að sumu leyti lán, en aö öðru leyti ólán. Hann
hefur komist fram hjá skerjum þeirra, en líka látiö
margt gott, sem þeir hafa uppgötvað á sigling sinni,
fara fram hjá sér. Ég fyrir mitt leyti hef óbeit á öfg-
um realistanna. Ég gleðst yíir því, að hengillinn á
stundaklukku skáldskaparins er nú farinn að hreyfast
í hina áttina. En ég óskaði oft, þegar ég var að lesa
þetta síðara bindi biblíuljóðanna, að skáldið á Stóra-
núpi, sem ég annars ber svo mikla lotningu fyrir, væri
ögn meiri realisti en hann er. Ég skal nú gjöra ofur
lítið nákvæmari grein fyrir þessu.
I kvæðinu ,, Jólanóttin“ lætur skáldið hvert orð,
sem engillinn talar til hjarðmannanna, verða að engli
og orðin þeirra svo aftur að öðrum englum (bls. 24).
Hreysið, þar sem frelsarinn fæddist, virðist hjarðmönn-
unum verða að musteri drottins, sem nái upp til him-
ins, og þar sjái þeir allar þjóðir jarðarinnar safnast
sarnan og tilbiðja drottin (26). Seinast eru englarnir
aftur látnir verða að stjörnum (27). —,,Freistingin“
er langt kvæði. þar er þetta ljómandi vísuorð (63):
„Varð þá gnýr sem þúsund þrumur riðu,
þungan stundi’ hið afar háa fjall;
sogaðist haf í ögurlega iðu,
aldan tryld á hamrabrúnum skall;
jörðin skalf sem skógarlauf í vindi
*) Menn verða að fyrirgefa mér, að ég segi enn þá ,,rea-
listi“, en ekki „hlutsæingur"; því mér finst það svo ófritt orð,
að ég fæ mig ekki með neinu móti til að taka það i munn. Svo
er það líka alt eins torskilið og latínan, því hana skilja margir,
en þetta en^inn. Eg bíð því rólegur eftir einhverju betra.