Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 62
eiga kristinn embættismannalýð. Einbættisintínuirnir
eru að sjálfsögðu leiðtogar. Lífsskoðun þeirra er stöð-
ugt að st'eyma út í þjóðlíkamann, Alþýða manna er
ætíð gjörn á að fylgja þeim einnig í trúarefnum, sem hún
þarf að Ijá fylgi sitt og lotning í öðrum efnum. — Em-
bættismennirnir hafa líka mest áhrif á löggjöf landsins
og stjórn. það eru mennirnir, sem stjórna landinu.
Kristnir embættismenn vinna ætíð hug og hjarta alþýðu.
En það verður óánægja, úlfúð og kurr og að síðustu ó-
hollar æsingar hjá þeirri þjóð, sem á ókristinn embættis-
lýð. — Lífsskoðun allra þeirra, sem að einhverju leyti
gefa sig við stjórnmálum, pólitisku mannanna, hefur hin
stórkostlegustu áhrif bæði til láns og óláns, velferðar og
ófarsældar fyrir hverja þjóð, sem er. það er lán hverrar
þjóðar að eiga stjórnmálamenn með kristilega lífsskoðun.
því hún safnar þjóðinni saman utan um ákveðin vel-
ferðarspursmál. Kristindómurinn er hið langstærsta
einingarafl, sem til er. Vantrúin,trúleysið, aftur hið
stærsta sundrungarafl, sem til er. — þjóðin, sem vel er
kristin, kemur ætíð auga á velferðar- og framfaraspurs-
mál sín og safnast utan um þau. Illa kristin þjóð sér
þau ekki nema í þoku, lætur alt lenda í stöðugum mis-
skilningi og aðgjörðalausu þrasi og kemst því ekkert
áleiðis. — það eru mentuðu mennirnir, sem eru blað-
stjórar, rithöfundar og skáld þjóðar sinnar. Stöðugt eru
þeir að prédika lífsskoðun sína inn í hjörtun. Skyldi
það ekki hafa hina stórkostlegustu þýðing, hver sú lífs-
skoðun er, hvort hún safnar eða sundrar, hvort hún skil-
ur eða misskilur, hvort hún slær á þann strenginn, sein
dýpstur er og sameiginlegastur í manneðlinu, eða hún
slítur hann sundur ?
Kristiudómurinn á örðugt uppdráttar þarsem sýslu-
juaðurinn og læknirinn og skólakennarinn og blaðstjór-