Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 37
37
hafði rufct sér til rúms, að heiðnin mundi vera komin á
fallandi fót, en kristindómurinn verða framtíðarinnar
trúarbrögð. Urskurður þorgeirs Ljósvetningagoða er
ekkert annað en bráðabirgðar-tillaga hyggins manns um
að fólkið í landinu skuli hér eftir bera kristið nafn. ís-
lendingar skuli hér eftir heita kristin þjóð,—et' hin nýja
trú beri sannleikann í skauti sínu, muni hún á sínum
tíma bera sigur úr býtum. það var tilraun til að halda
þjóðinni í skefjum, láta ekki deilurnar út af trúarbrögð-
unum verða að almennu borgarastríði í landinu. Vana-
lega vænta menn sér ekki góðs af öðru eins samkomu-
lagi og þessu. Enda sýnir Sturlungaöldin, sem er bar-
áttuöld hinna kristilegu og heiðinglegu hugmynda í
landinu, á hve ótryggum grundvelli þetta samkomulag
var byggt.
En þrátt fyrir svona óvænlega byrjun verður krisfc-
indómurinn á tiltölulega skömmum tíma algjörlega of-
aná í lífi þjóðarinnar og þjóð vor ekki öllu lakar kristin
þjóð en aðrar þjóðir á þeim tímum. Og þennan mátfc
hefur kristindómurinn til að læsa sig inn í hjörtun og
rýma heiðninni út, þrátt fyrir jiað, hve aumlega hann
var fluttur þjóðinni og hve ónýtt það kristniboð virðist
hafa verið, sem rekið var í landinu.
Eg fæ ekki betur séð, en að hin fyrsta kirkjusaga
íslands sýni hið sigursæla afi kristindómsins eins vel og
nokkurfc annað atriði kirkjusögunnar. það var í sann-
leika eins mikið kiaftaverk, að kristindómurinn skyldi
geta beygfc hina hrikalegu, en stórgáfuðu víkingslund og
]>að, að honum tóksfc að sveigja anda Grikkja og Róm-
verja inn á sínar leiðir. það er ekkert síður eftirtektar-
vert, þegar íslenzku söguritararnir bera kveðju frá Njáli
þorgeirssyni og þorkeli Mína og Halli af Síðu, en þegar
postulinn Páll skilar kveðju frá heimilismönnum keis-