Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 38
arans. þegar drottinn sjálfur kemur til móts við oss út
við yzta heimskaut, höfum vér engu síður en Pótur á-
stæðu til að spyrja með undrun og lotning : Quo vadis,
domine? Leggur þú einnig hingað leiðir þínar, drottinn?
IV.
En svo verðum vér líka að muna eftir öðru. Saga
kristindómsins er ekki saga tómra sigurvinninga. Vér
mundum víst allir óska að svo væri. En vér meguin
aldrei gleyma því, að kirkjusagan er að miklu leyti
harmasaga, — ein hin allra átakanlegasta harmasaga,
sem mennirnir þekkja. Iiún segir ekki einungis frá
kristindóminum í framrás, heldur líka frá kristindómin-
um í afturför. Hún segir ekki einungis frá því, hvernig
mennirnir falla honum í faðm, heldur einnig frá því,
hvernig einstaklingar og þjóðfélög slíta sig úr faðmi
hans, ýmist að hálfu leyti eða öllu. Kirkjusagan segir
oss frá því, hvernig birtir til í löndunum við komu krist-
indómsins, og það er óumræðilega fagnaðari-íkur kafii.
En hún segir oss líka frá því, hvernig smámsaman dimm-
ir hér og þar í kristilegu tilliti, og það er óumræðilega
harmþrunginn kafli. Hvorttveggja hefur átt sér stað á
undanförnum öldum. Hvorttveggja á sér stað svo að
segja fyrir augum vorum þann dag í dag.
Látum huga vorn hvarfla til Litlu Asíu, hinnablóm-
legu stöðva kristindómsins í fornöld, þar sem trúin á
frelsara heimsins fyrst breiddist út, þar sem postulinn
Páll sáði og gróðursetti, en Jóhannes vökvaði og varði,—
lands hinna sjö gullnu ljósastikna, þar sem frelsarinn var
sjálfur á meðal sinna og hélt hinum sjö stjövnum safn-
aðanna í hendi sér. Hvað er nú orðið af hinum sjö
borgum, sem bréfin dýrðlegu í Jóhannesar Opinberunai--