Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 159
hann hefur nú loksins gefiö út eftir sig og á aÖ vera
meistarastykkið hans. þegar hann ætlar t. d. aö
segja frá því, að hann hafi litið viö, þykir bonum ekki
hlýða aö viöhafa svo hversdagslegt og óskáldlegt
orðatiltæki og segir því: ,,Sjón mín haföi ekki runn-
iö langt skeið, þegar“ [26] o.s.frv. þegar hann ætlar
að lýsa dýrð miðnætursólarinnar, þykir honum bezt
við eiga að líkja henni við ,,blóðlifur“[34]. Hann læt-
ur hana ,,teygja gullrauða geislaprjónana“ [34] o. s.
frv. Hann segir frá því með miklum spekingssvip,
hvernig ,,svitadöggin sprakk[!] út úr herðum og and-
liti“ og hvernig ,, hjartað í honum lamdist með sprikli
og sporðaköstum[!] út í bringspelina“ [54]. það hlýt-
ur að vera meir en lítið einkennilegt hjartað í þessu
skáldi, því helzt lítur út fyrir, að á því sé ekki einungis
einn sporður eins og á hverjum vanalegum fiski, held-
ur margir. Eru þetta nóg dæmi til að sýna, hve frá-
leitur og fáránlegur stíll höfundarins er. það er verið
að hæla þessu sem rammíslenzku orðalagi. En það
er ljóta vitleysan. það orðfærið er íslenzkast, sem
látlausast er og mest blátt áfram. Svo er alt það rit-
að, sem bezt er til á íslenzku, bæði að fornu og nýju.
En þetta orðfæri er samtvinnað af sérvizku, tilgerð og
fordild, og er hvert um sig jafn-óhafandi.
Bjarni Jónsson frá Vogi er býsna af-
Bjarni Jónsson kastamikill rithöfundur, eftir því sem
frá Vogi: vér eigum að venjast. Áður hefur
Baldursbrá. birst á prenti eftir hann: ,,Dauða-
stundin“, frumorkt kvæði, ,,Björn
og Guðrún“, skáldsaga, og ,, Brúðkaupslagið “, þýdd
saga eftir Björnson; nú síðast Nadeschda, þýtt kvæði
eftir sænska skáldið Runeberg, og Baldursbrá, safn af
ljóðmælum eftir sjálfan hann, laglega prentað með
nokkrum myndum. Eru ekki færri en þrír kostnaðar-
menn að bókum hans: Sigfús Eymundsson, Sigurðuv