Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 101
101
brigzli að vera kallaður,, vínsvelgurinn ‘ ‘ (Matt. 11,19).
Og lærisveinarnir hans, þeir, er hann sendi út í heim-
inn til ]?ess að grundvalla ríki sitt, voru ekki heldur
bindindismenn í nútíðarinnar vanalega skilningi.
Hann skuldbatt þá ekki til þess og hann lét þá ekki
flytja neitt þvílíkt alment skylduboð til þeirra, er
fyrr eða síðar í sögu heimsins myndi trúa á
hann fyrir þeirra orð. Og samt sem áður er bindind-
ishugmyndin, sú bindindishugmynd, sem sannarlega
blessan hefur í för með sér, algjörlega kristin að eðli
og uppruna. Aðal-undirstaða þeirrar hugmyndar er,
eins og þegar er sagt, hið kærleiksfulla fórnarlíf, hið
heilaga sjálfsafneitunarlíf guðmannsins sjálfs, drottins
vors Jesú Krists. Og þegar Páll postuli í pistli dags-
ins skorar á alla kristna menn að íklæðast drotni Jesú
Kristi, og varar þá við, að ala önn fyrir holdinu til að
æsa girndir, þá getur það gefið öllum kristilega hvöt til
þess bæði með tilliti til vínnautnar og allrar annarrar
líkamlegrar nautnar, þótt í sjálfu sér geti leyfileg verið,
að ganga í algjört bindindi.
En hvergi kemur þó bindindishugmyndin kristi-
lega eins skýrt fram í heilagri ritning eins og í þessum
orðum hins sama postula í fyrra bréfinu til Korintu-
manna (8, 13): ,,Ef ég með nautninni hneyksla bróð-
ur minn — það er að segja: leiði hann í hættu og
synd —, skal ég aldrei að eilífu kjöt eta, svo ég
ekki hneyksli hann. ‘ ‘ Postulinn nefnir þar eina sér-
staka matarnautn, nautn algengrar fæðutegundar, sem
alment er talin alveg ómissandi fyrir líkamslíf manna.
Og liggur þá í augum uppi, hve heilög skylda það get-
ur orðið frá sama sjónarmiði, sjónarmiði kristinnar
trúar, fyrir kristinn mann, að vera í vínbindindi þar