Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 113
113
kvseman samanburð, er eigi unt að kannast viS þær
sem hinar sömu og dönsku kollekturnar, þegar þær eru
hafSar um hönd í kirkjunni. Mér er því ómögulegt að
sjá, hvers vegna vér ættum að halda áfram með þær,
úr því á annað borð er verið að eiga við nokkra endur-
skoðun á handbókinni. J)ær hafa ekkert til síns ágætis,
ekki aldurinn, ekki það að vera sameiginleg eign kristn-
innar, ekki það, að hafa orðið til á einhverju sögulegu
tímabili, heldur eru þær til orðnar á fremur ógöfugan
hátt, eins og þegar hefur verið sýnt fram á.
Aftur hafa gömlu kollekturnar alt þetta og margt
annað til síns ágætis, og þess vegna finst mér sjálf-
sagt, að þær séu nú teknar upp aftur. Eftir því, sem
næst verður komist, eru 4 þeirra eftir Leó tyiikln (440—
461), líklega samdar um það leyti,sem hin kristna höf-
uðborg heimsins skalf af ótta fyrir Attila,— 21 eftir
Gelasius (492—496) og 27 eftir Gregor milia (590—
604). Vér eigum þær sameiginlega með hinni katólsku
kristni, biskupakirkjunni á Englandi, miklum hluta
lút. kirkjunnar á þýzkalandi og í Ameríku og sænsku
þjóðkirkjunni. það ætti að lagfæra íslenzku þýðinguna
eftir latneska frumtextanum, því hún er víða fremur
ófullkomin, og gjöra það með tilfinning fyrir fegurð
hins kirkjulega bænamáls, svo vér ættum þær á eins
hreinni og kjarngóðri íslenzku og unt er. Og svo ætti
alveg að sjálfsögðu að taka þær upp aftur, en sleppa
hinum, sem engan rétt hafa á sér og enga kirkjulega
hefð né helgi hafa öðlast. Vona ég, að ekki verði
hætt við þessa handbókarendurskoðun fyrr en þetta
hefur verið gjört.
þar næst kemur hio almenna guðsþjónustuform
til athugunar. Um það er lítið að segja, því breyt-