Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 89
dag er fyrsti sunnudagur í aðventu, og meb þeim
sunnudegi byrjar kirkjuárið. Vér erum þannig nú í
tímanum staddir á nýársdegi, hinum kirkjulega nýárs-
degi. ,,Sjá, konungur þinn kemur til þín hógvær“ —
segir í guðspjalli þessa dags. Konungur kristninnar,
drottinn vor Jesús Kristur, kemur hógvær, svo yfirlæt-
islaust og lítilmótlega, að fólk veitir honunr iðulega
enga eftirtekt. Og hinn kirkjulegi nýársdagur, sem
tilsettur hefur verið til endurminningar um drottin
til vor komanda eða um komu guðs ríkis hingað inn í
syndugan og sorgum hlaðinn mannheiminn, — hann
kemur einn árshringinn eftir annan með sömu hóg-
værðar- eða auðmýktar-einkennunum. Menn veita
honum svo undur litla eftirtekt. Menn muna yfirhöf-
ub að tala ekki eftir honum fyrr en hann er kominn og
þeir við guðsþjónusturnar í kirkjunum eru á það mint-
ir, að nýtt kirkjuár sé þá að ganga í garð. Og þegar
þessi samþykt var gjörð á kirkjuþingi voru í sumar,
sem leið, að prédikað skyldi þennan dag, seinasta
sunnudaginn í Nóvember, út af bindindismálinu, þá
mundi að líkindum enginn af oss kirkjuþingsmönnun-
um eftir því, að aðventan og kirkjuárið byrjar einmitt
þennan sama sunnudag. þegar ég fyrst gætti að þessu,
hafði ég sterka tilhneiging til, að því er sjálfan mig
snerti, að leiða kirkjuþingsályktanina fram hjá mér á
þessum degi, en minnast heldur bindindismálsins í
prédikan einhvern annan sunnudag. En er ég fór að
virða fyrir mér hinar gömlu fastákveðnu biblíulexíur
dagsins, pistilinn og guðspjallið fyrir fyrsta aðventu-
sunnudaginn, þá sá ég, að í báðum þeim guðs orðs
köflum er boðskapur, sem mjög er náskyldur bindind-
ishugmyndinni í kristilegum skilningi, og að þaö gæti