Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 42
42
V.
Hverhefurnú verið hin hulda undirrót til allrar
þessarar hnignunar? Hvaða ailsherjarlögmál er það, sem
birst hefur í öllum þessum byltingum sögunnar? Ekkert
annað en liöndin drottins, sama höndin, sem látið hefur
kristindóminn sigra á öllum þessum stöðum, látið hann
blómgast og verða til margfaldrar blessunar, látið hann
verða að sönnu lífsins teikni í öllum þessuin þjóðfólögum.
En er þá hönd drottins mislynd orðin? Lætur hún bless-
un snúast í bölvun að orsakalausu? Nei, höndin drott-
ins er hin sama í gær og í dag og að eilífu. Mannkyns-
sagan er stöðugt áframhaldandi dómur réttlætisins yfir
mönnum og þjóðum. Hún er óslítandi staðfesting þess-
arar setningar guðs orðs : Réttlætið upphefur fólkið, en
syndin er þjóðanna skömm.
A öllum þeim stöðvum sögunnar, þar sem vér höfum
numið staðar, hafa hjörtu fólksins að meira og minna
leyti snúið sér frá kristindóminum og horfið aftur til
hins heiðinglega hugarfars og lífernis. Menn hafa að
meira og minna leyti gleymt guði og farið að þjóna ú-
stríðum sínum. Trúin á guð hefur orðið að guðlasti
bæði í lífinu og á vörunum. Valdinu hefur verið beitt
til að framkvæma ilt, en ekki gott. Menn hafa farið að
keppast við að svíkja hver annan í kaupurn og sölum,
hætt að halda orð sín og eiða, traðkað á mannréttindurn
lítilmagnans, virt helgi mannlegs lífs vettugi, gjört eign-
arréttinn ógildan, beitt lögunutn til að fremja ólög og
dómstólunum til að hnekkja rétti hins saklausa. þeir,
sern beztir hefðu átt að vera, hafa orðið verstir. Hrein-
leiki heimilanna hefur verið flekkaður og virðingin fyrir
grandvöru líferni hefur horfið. Sinámsaman hafa guðs-
þjónustan og trúarbrögðin aðeins orðið tælandi svika-