Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 131
131
eitt atriði hinnar núverandi guösþjónustu heitir því
nafni. þaö mundi stórum bæta guösþjónustur vorar,
aö bæta syndajátning og aflausn inn í tíöareglur vorar.
Hið annaö atriöi, sem endilega ætti aö komast
inn í hiö íslenzka guösþjónustuform vort, er hin postul-
lega trúarjátning. Oss er farið að þykja minkun aö
öllum trúarjátningum, og fáir þykjast eiginlega vera
bundnir viö neina trúarjátning og margir búnir að
gleyma, upp á hvaö þeir voru skíröir og fermdir.
Kristinn söfnuður á stööugt aö vera aö játa trú sína,
til þess fyrst og fremst sjálfur aö styrkjast í trúnni og
þar næst til að draga aöra inn f kirkjuna. það er
enginn vafi á því, að íslenzka kirkjan þarf að fara að
játa trú sína betur en hún hefur gjört og halda þeirri
játning betur á lofti en hingaö til. þessu hefur líka
verið hreyft í sumar á synódus, og eftir því, sem séð
verður, hefur þar verið samþykt, að lesa mætti trúar-
játning af prédikunarstól. Islenzkum prestum hefur
verið gefiö leyfi til þess, svo hér eftir mega þeir það,
án þess að gjöra sig seka um nokkur afglöp. þetta er
þannig haft sumstaðar í Danmörk, og það er sú danska
fyrirmynd, sem menn hafa haft í huga, þegar þetta var
samþykt. En trúarjátning á að vera borin fram á eftir
guðspjalli, sem svar safnaðarins upp á náðarboðskap-
inn, meðan presturinn stendur fyrir altari; gjörir söfn-
uðurinn þaö annaðhvort syngjandi eða með vanaleg-
um málróm, þannig, að allir bera orðin fram í einu
hver með öðrum, eða þá presturinn gjörir það í safn-
aðarins stað. Sé trúarjátningin borin fram af prest-
inum af prédikunarstól, verður það hann, sem per-
sónulega ber fram játning sína, eins og ræðan, sem