Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 117
117
af þér innstiftuöu háveroagu sakramehta! Gef þú
kennendur eftir þínu eigin hjarta, sem kunni aö fæða
þinn söfnuö meö þekking og forstandi, líka uppbyggi
bæöi meö lifnaði og lærdómi. “ Svona biöjum vér eigi
Islendingar, nú á dögum. Oss þykir það víst nokkuö
mikill óþarfi. Vér minnumst ekki á náðarmeöulin,
guðs orö og sakramentin, ekki heldur á kennendur eftir
drottins hjarta, sem séu söfnuði Krists til uppbyggingar
bæði með líferni sínu og lærdómi! Vér höfum enga
tilfinning fyrir því, að vér þurfum þess meö. Vér
munum hvorki eftir heiðingjum né Gyðingum. En
hvað hjartaö er oröið þröngt og tilfinningin sljó! Ekki
er að furða, þótt vér hugsum lítið um að útbreiða guðs
ríki, bæði út á við og inn á við. — þá er þessi kafli
ekki síður fagur og hjartnæmur: ,, Miskunna þig yfir
allan þinn kristindóm! Blessa þú sérdeilis þessi ríki
og lönd, hvern stað í ríkjunum, hvert hús í stöðunum,
hverja sál í húsunum! Reiðstu oss ekki, að vér, þín
óverðugu börn, biðjum þig um svo mikið. En hvert
skulum vér, stórsyndarar sem vér erum, flýja utan til
svo hjartanlegs meðaumkvara sem þú ert! Ó, þú,faðir
allra miskunnsemda! Vertu oss aumum syndurum
náðugur. Hrösum vér, þá styð þú oss, svo vér ekki
föllum. Ef vér föllum, þá reis þú oss á fætur aftur,
að vér ekki liggjum fallnir. Vér höfum syndgast og
vér syndgum daglega; en sakir þíns syndlausa sonar,
þá gleym þú vorum syndum, en gleym aldrei að vera
oss náðugur. “
Almenna bænin, sem vér höfum nú í handbókinni
og þessi nefnd ræður til að halda alveg óbreyttri, er
kirkju vorri hreint að segja til minkunar. Vér megum
til með hið allra fyrsta að fá aðra almenna bæn eftir