Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 84
8 4
þriSja himin og heyrt orð, sem ekki er leyfilegt að tala,
Campbell, sem sat í gæzlu mannssætinu aftast, hafði lok-
að augum sínum og var að biðjast fyrir. Konurnar tár-
feldu í kyrrþey og harðneskjan í andlitum karlmann-
anna var orðin mildari og blíðari, eins og þegar geislar
kvöldsólarinnar leika um fjallsgnípu.
En það, sem mig lengst mun reka minni til, var að
sjá Margrétu Howe. Andlit hennar var hvítt eins og
dauðinn og fallegu gráu augun hennar skinu gegnum
táraskýin, svo ég varð var við glampann, þar sem ég sat
í prestskonusætinu. Hún var að hugsa urn Gunnlaug
og hún var nú búin að gefa prestinum hjarta sitt.
öldungarnir réttu prestinum höndina hver a fætur
öðrum í skrúðhúsinu; og þeir voru guðhræddustu menn-
irnir í dalnum, þó þeir væru óbrotnir bændur og fremur
ófríðir; enginn talaði orð nema Burnbrae.
„Ég varð nærri því af með jörðina mína fyrir frí-
kirkjuna, og ég mundi hafa unnið það til að vera hér í
kirkjunni í dag, að verða af með tíu.“
Donald gekk heim með mór, en sagði einungis:
„Maður nokkur var sendur af guði; hann hét Jó-
hannes.“*) Heima við bæinn bætti hann við: „Vinur
brúðgumans gleðst mjög við rödd brúðgumans."
Undir ilmviðnum fyrir innan hliðið beið kona ein.
„Ég heiti Margrét Howe og er konan hans Vilhjálms
Howe í Whinnie Knowe. Einkasonur minn ætlaði að
verða prestur, en guð kallaði hann til sín fyrir nærri ári
síðan. þegar þér fluttuð fagnaðarboðskapinn um Jesúm
i dag, heyrði óg röddina hans og ég fékk ást á yður.
Ég hef heyrt, að þér eigið enga móður á jörðunni og ég
á engan son; og mig langaði til að segja við yður,
*) Á onsku er Jdhannes og Jón'sama nafnið.