Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 164
fleiri og efniö ekki alveg eins einskoröað og áður. það
horfir samt enn um öxl sér, svo andlitið snýr aftur, og
er víst orðið stirðnað í hálstaugunum; er það einkenni-
lega íslenzkt. Ritgjörð Gríms heitins Thomsen urn
grísku spekingana Platon og Aristóteles er of )?ung
og strembin til þess almenningur hafi hennar not,
þótt sami myndarbragurinn sé á henni og öllu eftir
þann höfund. ,,Páfinn á vorum dögum“ eftir síra ])ór-
hall Bjarnarson er prýðilega samin ritgjörð, en helzt
til langt farið út fyrir landsteinana að sækja efnið. —
Ritgjörð dr. Björns Ólsen um Sturlungu kemur út sem
hefti í ,,Safni til sögu Islands“ og virðist samin af
mikilli vandvirkni og skarpleika, en naumast er hún
lesandi nema fyrir gallharða fornfræðinga. Langt
verður þangað til saga landsins verður rituð, ef fyrst
þarf að semja svona stórar bækur út af öllum fornsög-
um vorum. — Ólafur Davíðsson, sá mikli grúskari,
heldur áfram með „þulur og skemtanir“,og lítur helzt
út fyrir, að þar á ætli enginn endir að verða. það er
áframhald af þjóðsögunum eins og kunnugt er. Ymis-
legur fróðleikur er nú auðvitað í þessu afar stóra safni,
enda væri það nú annað hvort, en til að vinza fróð-
leiksmolana úr þarf maður oft að kafa svo djúpt og
leita svo lengi innan um ruslið, að allir hljóta að upp-
gefast nema þolinmæðin sjálf. þetta safn er svo sem
tíu sinnum of stórt. Maður sér ekki skóginn fyrir
trjánum. Ef svo sem tíundi parturinn hefði verið
vinzaður úr með smekk og dómgreind og hitt skilið
eftir, hefðu miklu meiri not orðið að safninu. Ég skal
ábyrgjast, að engin þjóð undir sólinni á hlutfallslega
eins smásmuglegan samtíning af líku tagi og þetta.
En ekki er laust við, að manni finnist góðum gáfum á
glæ kastað, þegar öllu lífinu er varið við annað eins
glingur og þetta.