Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 72
72
*
/
mein en prestarnir. Fyrst og fremst ætti samvizka
þeirra að vera svo langt um betur vakandi en annarra.
Og þar næst ættu þeir ir.anna beztað vita, hve hættulegt
það er og syndsamlegt um leið, að breiða ofan á það, sem
samvizkan segir manni satt að vera.
Ég byrjaði með kristilegri munnmælasögu og ná
ætla ég að enda með annarri.
Abgarus, konungur í Edessa við Evfratfljótið, lá
veikur og var þungt haldinn. þá bárust honum fregnir
af kraftaverkum Jesú og gjörði hann jafnskjútt sendi-
menn á fund hans og bað hann að koma sem skjótast
til Edessa og gefa sér heilsu sína aftur eins og hann
hefði gefið svo mörgum öðrum; virðist konungurinn hafa
gjört sér beztu vonir um, að þessi bæn hans yrði heyrð.
En frelsarinn sagði hinum útlenda sendimanni, að kon-
ungurinn yrði að bíða, þangað til verk hans væri full-
komnað hér á jörðunni og líf hans á enda. þá skyldi
hann senda einn af lærisveinum sínum til að lækna lík-
ama hans og frelsa sálu hans. En Abgarus sendi aftur
á fund hans og bað hann að gefa 3ér mynd sína. En
engum málara tókst að ná hinum guðdómlegu andlits-
dráttum, ekki einu sinni hinum heilaga Lúkasi. þá
þrýsti Jesús sjálfur mynd sinni á dúk og sendi til Edessa.
Og þar sem nú borgin Edessa átti þessa nákvæmu og
dásamlegu mynd af frelsaranum, var hún eftir þetta
öldungis ósigrandi. Jafnvel hinn voldugi Persakonung-
ur fékk eigi unnið svig á borginni, af því hún átti þenn-
an verodarengil, þar sem mynd frelsarans var.
Hið ytra er munnmæli, hið innra sannleikur. Sú
borg, sem á mynd frelsarans, gefst aldrei upp fyrir óvin-
um sínum; hún er ósigrandi. Sú þjóð, sem sendir til