Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 51
verið meiri í þjððlífi voru en einmitt þegar liin ytri lífs-
kjör hennar voru bágust.
þeirri spurning hefur verið kastað fram ekki alls
fyrir löngu af einum mikilsvirtum og skarpskygnum
samtíðarmanni vorum: Eru ekki íslendingar á yfir-
standandi tíð fremur illa kristin þjóð ? Spurningin kom
fremur flatt upp á flesta í þessari mynd. Mörgum varð
orðfátt; aðrir fóru að neita því, að svo væri og hafa sýnt
fram á, að of tnikið svartsýni væri í þeim efnum skaðlegt
og ranglátt. Allir verða þó að viðurkenna, að mest er
um vert að komast að hinu sanna og vita fy rir víst, hvert
vér erum að stefna. því enn þá skaðlegra er að ímynda
sér, að' alt sé í góðu lagi og ekkert að óttast, ef dauðinn
skyldi standa fyrir dyrum.
þegar vér tölum um þetta, skulum vér hafa allaþjóð
vora jafnt í huga. Hún er ekki til tvískiftanna, hvort
heldur er. Vér hugsum um hið kirkjulega ástand heima
á fósturjörð vorri og hugsum um það af fólki voru, sem
býr hér fyrir vestan Atlanz hafið í dreifingunni. það er
eigi unt og væri heldur eigi rétt að slíta það sundur.
Ahrifin að heiman og hingað og héðan og heim eruhverj-
um manni augljós. Vér lifum eiginlega allir í sama land-
inu í andlegum efnum, hvort sem vér erum austan hafs
eða vestan. Afturíör á öðrum staðnum er afturför fyrir
oss alla. Og framför, ef hún væri nokkur, yrði um leið
framför fý'rir oss alla.
Vér tökum þá fyrir oss þessa spurning: Erum vér
ekki fremur illa kristin þjóð ? og svörum henni eftir
þeim föngum, sem eru fyrir hendi. Vér höfurn jafnframt
stöðugt í huga, hværnig óstandið gæti breyst og svarið
orðið gagnstætt því, sem oss finst að nú hljóti það að
verða.
1. Nýlega hefur eitt kirkjulega tímaritið, Vardi,