Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 129
129
13. (Drottinleg blessun.)
Söfn.: Amen.
14. (Þögul bæn, eða sálmur.)
þótt form þetta kunni nú aö sýnast miklu lengra
en það, sem vér höfum átt aö venjast, er það ekki svo
í raun og veru. Sálmarnir eru sungnir þeim mun
færri, sem meira er sungið af öðru, enda er sálmasöng-
urinn látinn taka upp óhæfilega langan tíma samkvæmt
því guðsþjónustuformi, sem nú tíðkast í kirkju vorri.
Nú er faðir-vor haft þrisvar um hönd við hverja guðs-
þjónustu, en fimm sinnum, ef skírn og altarisganga fer
fram, og má það heita hrein og bein misbrúkun á
drottinlegri bæn, enda afleiðingin sú, að hún er lang-
oftast höfð um hönd sem þula, er engin hugsun fylgir.
þar sem tíðareglurnar hafa ekki verið látnar alla vega
afbakast, er látið sér nægja að flytja þá bæn einu sinni
eins og það guðsþjónustuform ber með sér, sem hér
hefur verið prentað, og sjá allir, hve miklu skynsam-
legra það er. Islenzkt kirkjufólk er hætt að kunna að
biðja sitt faðir-vor og þessi blessaða bæn þannig orðin
að mestu leyti þjóð vorri ónýt, meðfram af því, að hún
hefur verið þulin svo oft við messugjörðirnar, og ætti
það að vera ofur lítil bending um, að ekki stendur al-
veg á sama, hvernig guðsþjónustuformið er.
Guðsþjónustuform það, sem prentað er hér að
framan, er óumræðilega hátíðlegt, þegar söfnuðurinn
er orðinn því vanur og hefur það um hönd með réttum
skilningi, smekk og tilfinning. það er eitt af meistara-
verkum mannsandans, sem margar liðnar aldir hafa