Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 96
kristilega orð bindindi fór í almenningsmeðvitundinni
og þar af leiðanda í hinu daglega tali manna víðsvegar
um lönd að fá ]>essa sérstöku ]?röngu merking, ]?á
merking, sem f ]rvi liggur, að neita sér um vín og aðra
áfenga drykki.
Til var í fornöld bæði á gamla testamentis tíðinni
og eins síðar á þeim tíma, er kristindómurinn brauzt
fram með hið nýja fullkomna frelsisljós á sjónarsviði
heimsins, syndsamleg ofnautn víns rneðal Gyðinga og
þó einkanlega á meðal heiðingja. Enda heyrum vér
postulann í pistli dagsins beinlínis nefna ofdrykkjuna á
nafn, svo sem eitt atriði í óhæfu þeirri, er kristnir
rnenn endilega verði að slíta sig frá. Og til var sams-
konar ofnautn alla fornöldina út og á öllum miðöld-
unum. Og að sjálfsögðu var öll sú ofnautn háskaleg
bæði fyrir hið líkamlega líf og hið andlega líf mann-
anna, sem gjörðu sig seka í þeim ósóma, og samkvæmt
guðs orði fordæ.manleg. En alla þá ofnautn allra þeirra
alda er þó að eins sem smáræði að telja í samanburði
við ofdrykkjuna, sem hófst í heiminum, og það einmitt
hinurn kristnu mentalöndum heimsins, eftir að kom-
ið var fram á 17. og 18. öld, eftir að menn höfðu lært
þá íþrótt, }>á háskalegu íþrótt, að leiða fram úr ríki
náttúrunnar þann árstraum áfengra drykkja, sem síðan
hefur flotið út yfir borgir og bygðir landanna. Áður
gátu tiltölulega fáir beinlínis lagst í drykkjuskap. En
eftir að þessar uppfundningar voru gjörðar gátu svo
að segja allir orðið drykkjumenn. Hinir áfengu drykk-
ir voru orðnir svo ódýrir. Og allir eða svo að segja
allir gátu til þeirra náð. Nú gátu bláfátækir menn alt
að því eins hæglega og ríkismennirnir notið lífsins, eins
og það einatt er kallað, með því aö hýrga sig með