Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 147
] 47
lag er aö ræöa. — ,, Kvöldmáltíðin ‘ f er viðkyæmt
kvæði (252).
„Ó, sú fegurð guðs í geim !
Mér er, guð minn, glatt í hjarta,
gleðisalinn lít ég bjarta ;
langar mig í ljósið heim.
Hjartanlega lysti þig,
lífsins herra, menn að gleðja ;
síðast heiminn eins að kveðja
hjartanlega langar mig“ (254J.
Aftur Hallgríms Péturssonar tungutak,—látlaust, ein-
falt, óbrotið. það á líka ekkert annað við, þegar maður
stendur frammi fyrir guði. — Margt er viturlega sagt,
til dæmis þetta:
„Skilningsins dugir ein ei e'ik,
hver einasta grein er þar svo veik“ (229).
„Og líflð hlýtur að sýnast svart,
ef sjá menn ei Jesú auglít bjart“ (228).
— Kvæðið ,,Sakkeus“, sem þetta stendur í, sýnir,
hve mikið skáldið fær stundum út úr frásögninni; hið
sama er að segja um kvæðið ,,Naðran“ (404) og ýms
önnur. þá er þetta vel sagt:
„Þeir hlógu þá, þeir hlæja enn,
sem herrans efa mátt;
en hlátur sá mun hverfa senn,
þótt hlæi þeir nú dátt“ (126).
Skáldinu tekst oftast bezt, þegar hann ber sem minst
í ljóðin, en hugsar og talar sem mest blátt áfram.
Of mikill íburður spillir oft fyrir. ,,Heimslok“, þar
sem braglistin er í algleymingi sínum, minnir of mjög
á ,,Skarphéðin í brennunni“. það kvæði er of
,,blossandi, brunandi, brakandi, sprakandi“ (245).
,, Fjallræðan“ er eitt af löngu kvæðunum, og er þar
reynt að flétta þessa löngu ræðu Jesú í ljóð. En það
er ofætlun; kraftur orðanna tapast. Eina af hinum
mikilfenglegustu persónum nýja testamentisins virðist
mér skáldið hafa misskilið, Jóhannes skírara. I