Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 92
92
inni til annarra manna. Vér lesum um lærisveina
drottins til forna í sögunni um hinn mikla yfirnáttúr-
lega fiskidrátt: ,, þeir yfirgáfu alt og fylgdu honum ‘ ‘
(Lúk. 5, ii). það var stóratriði. En vér lesum líka
um forherðinguna, sem kom fram í sinni ægilegu fyll-
ing hjá höföingjum Gyðinga og meginþorra Jerúsal-
emsbúa eftir að Jesús hafði lokið innreið sinni til hinn-
ar helgu borgar. Og um þá forherðing og þá hræði-
legu eyðilegging fyrir land og lýð, sem þar með fylgdi,
spáir Jesús grátandi við þessa sömu innreið. það alt
er sýnilega stóratriði, svo hryggilegt stóratriði, sem
unt er að hugsa sér. En það hryggilega stóratriði átti
sína dýpstu rót í því, að enginn af þessum forherta,
dæmda lýð hafði fengist til þess að láta það laust við
Jesúm, sinn eigin fyrirheitna Messías, sem hann af
einskærum kærleika heimtaði að þeir slepti út úr hjört-
um sínum og lífi.
Vinir mínir, alt, sem frelsarinn heimtar að sé lát-
ið laust, nú eins og forðum á hans holdsvistardögum,
í gær og í dag og að eilífu, allar fórnirnar, sem hann
biður um, öll sjálfsafneitanin, sem kristindómsorðið
heldur að mönnum sem skilyrði fyrir því, að guðs ríki
geti til þeirra komið eða hjá þeim haldizt, — það er
bindindi, bindindi í kristilegum skilningi. Að því, er
til vor mannanna kemur, er hálfur kristindómurinn
bindindi, sjálfsafneitan, fórn, syndflýjandi, guðelsk-
andi kærleiksfórn. Og að því, er til guös kemur, er
allur kristindómurinn bindindi, sjálfsafneitan, fórn.
,, Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn
son, til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist,
heldur hafi eilíft líf. “ Guð leggur sitt eigið hjarta í
sölurnar syndugra manna vegna. Guðs sonur sleppir