Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 145
segja þetta. —,,Brú8kaupi5 í Kana“ er létt og ljóm-
andi kvæöi, en ekki laust viö aö vera nokkuð alvöru-
laust og yeraldlegt (66). — Eitt kvæöiö heitir ,,Sjúk-
lingarnir“ (96). þar kallar skáldiö á alla sjúklingana,
sem frelsarinn gaf líf og heilsu, aö nú skuli þeir koma
fram fyrir hann og tjá honum þakklæti sitt. Snildar-
kvæöi, — og tekur mörgum öörum fram að því leyti,
að hvert vísuorö er svo efnisríkt. — þá er næsta kvæð-
ið: ,,Líkfylgdin í Nain“ (101) yndislegt. þaö byrjar
svona:
Dagur er í djúpið siginn,
djúpið kalda;
eins og sveinn á helbeð Imiginn
hann er stiginn
svalt í djúp;
svipuð dökkum dauðahjúp
hreidd er yfir bládimm alda.
Jörðin eins og ekkja grætur
einkason, er tregar sinn.
Eins og titra tár á kinn
alt hún dögguin laugað lætur.
Eins og líkfylgd dökk og döpur,
dimm og nöpur
skuggar yfir foldu fríða!
fö 1 vir líða.
Eins og sorgar óp og vein
ómar næturvindar kvein.“
þetta er skínandi náttúrulýsing og ,, klassiskur ‘ - skáld-
skapur aö mínu viti. Annars er of mikið af náttúru-
lýsingum í kvæöunum. þær þreyta lesandann bæði
vegna þess, hve langar þær eru, og hins, að þær eru
hver annarri svo líkar. Eitt kvæðið, ,, Himnaförin ‘ ‘
(328), sem nær yfir 8 bls., er svo sem ekkert annað en
náttúrulýsing, en hún heillar naumast hugann eins og
þessi. þar lætur skáldið náttúruna ummyndast fyrir
augum sér, svo hún verður að kirkju, ogsýnjr oss ljósa-