Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 149
uo
vera heiöinn maöur og kristinn of mjög rifin niður.
það er þeim mun lakara, sem það styður þá stefnu, er
nútíðarkristindómi þjóðar vorrar er lang-mest hætta
búin af. I kvæðinu ,,Grikklands goð“ er kenning sú,
sem Páll postuli er látinn flytja, of skyld því, sem al-
ment er kallað algyðistrú (panthcismus), enda er þvf
slept, sem einkennilegast var í ræðu postulans,
hneykslinu, sem kom sfóisku spekingunum til að gjöra
gys að öllum þeim boðskap. Miður heppilegt er það
líka, að skáldið kallar Krist ,,Baldur“ (301 og 306) og
djöfulinn ,,Loka“ (298).
Nú hef ég talað svo margt, að ekki dugir við að
bæta. Hjartað verður sífult af þakklæti til skáldsins,
sem ég mundi alt af eiga eftir fram að bera, hve lengi
sem ég talaði, og svo af ýmsum hugsunum út af öllu
hinu snildarlega ljóðasmíði hans, sem auðvitað er
eins og önnur mannaverk í því, að eitthvað má út á
það setja. Jíað á ekki heima um skáldskap síra Valdi-
mars, að hann sé stefnulaus eða haldi ekki ákveðinni
lífsskoðun fram, enda er þýðing hans sem skálds eflaust
lang-mest innifalin í því. Kristindómurinn er hið eina
yrkisefni hans. Hvötin ávalt sú, að syngja þá lífs-
skoðun inn í hjörtun. Og þó hægt sé að segja, að
hann hafi vikið ofur lítið út frá henni í einu atriði, þá
hefur hann gjört það svo varlega og frekjulaust, að
kærleikur hans til frelsarans og kirkjunnar hylur það
fyrir augum vorum. þýðing lífsstarfs síra Valdimars
er að þessu leyti stór-mikil og óumræðilegt fagnaðar-
efni. þegar mentuðu mennirnir í veraldlegum stöðum
hafa lang-flestir snúið bakinu við trúnni og fylla hóp
afneitunarinnar, að sárfáum undan teknum, er það
sérstök liandleiðsla drottins, að vér skyldum eignast
þetta trúarskáld á þessum neyðartíma hinnar íslenzku
kirkju. I því felst óefað fyrirheiti um betri tíma. Ef
vér allir, sem trúum á frelsarann í hjörtum vorum,
verðum eins vel þeim hæfileikum, sem vér höfum þeg-
ið, til að koma kristindóminum inn í hjarta þjóðar
vorrar og síra Valdimar, þött þeir séu minni og fátæk-