Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 120
180
ekki heidur að verða messufall fyrir það. Látum prest-
inn þó biðjast fyrir með þeim, sem komnir eru, og tala
guðs orð fyrir þeim. það er sú regla, sem hver prest-
ur ætti að temja sér. Hún er skilyrði fyrir því, að
kirkjurækni safnaðanna geti aftur komist í viðunan-
legt horf.
Nýtt form fyrir hát íðaguðsþjónust u hefur nefndin
samið, sem ætlast er til að viðhaft verði á jólum, ný-
ári, páskum og hvítasunnu. Sú hugmynd er ágæt og
vona ég, að það sé mjór vísir til annars meira, —þess,
að ísl. kirkjan fái aftur guðsþjónustuform lútersku
kirkjunnar í upprunalegri mynd í nálægri framtíð.
Reyndar finst mér að ganga hefði mátt feti lengra og
binda ekki þetta fullkomnara form við hátíðirnar einar,
taka ekkert til um það, láta hvern söfnuð hafa fult
frelsi til að viðhafa það, hve nær sem honum sýndist.
Mundi það hafa orðið til þess, að söfnuðirnir í bæjun-
um, ekki sízt í höfuðstaðnum, þar sem ágætir söng-
kraftar eru fyrir hendi, hefðu smámsaman tekið upp
það formið og vakið kærleik til þess og aðdáun fyrir
því í hjörtum kristinna manna víðsvegar um landið.
þannig hafa Norðmenn gjört, og hefur sú aðferð gefist
einkar vel. Með því hefði engu verið spilt, engum
gjört neitt að skyldu, ekkert vaidboð átt sér stað, en
upphvatning gefin safnaðarlífinu og áhuganum fyrir
guðsþjónustunni.
Hátíðaform þetta er fólgið í víxlsöng milli prests
og safnaðar, introitus (messuupphaf) og ijloria fyrir
prédikun, en praefatio og sanctus eftir. Eru það mest
biblíustaðir. Sumir eru teknir úr grallarasöngnum
gamla. En sumir eru nýsamdir, og var það alveg ó-
þarfi, því til eru fastir vfxlsöngvar fyrir allar þessar