Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 156
kvæðunum, sem til eru á íslenzku, og eru þau þó öll
meö þessum hætti.
Af hinum yngstu skáldum vorum
Einar Bene- er Einar Benediktsson óefaö mest-
diktsson: ur hæfileika-maður. I öllu, sem
Sögnr og hann ritar, koma miklar gáfur í
kvœði. ljós. En sumir vakrir hestar eiga
bágt með að ná sér niðri á vek-
urðinni, læra jafnvel aldrei hreinan gang. Eitthvað
líkt þessu á sér stað með Einar Benediktsson. Hann
hefur eiginlega ekki náð sér niðri með gáfur sínar enn,
hvað sem verður. það eru heilmikil umbrot inni fyrir
hjá honum, en margt af því, sem hann hefur til brunns
að bera, er svo óljóst, að enginn skilur. Kom það stöð-
ugt íljósmeðan hann var ritstj. blaðsins ,,Dagskrár“.
En það kemur líka ffam í bók þeirri, sem hann hefur
riú gefið út og kallar ,,Sögur og kvæði“. Hún er 191
bls. á stærð og hefur meðferðis 4 sögur og 27 kvæði.
Fyrsta sagan nefnist ,,Svikagreifinn“. Höfundurinn
byrjar með því að segja lesendum sínum mjög hátíð-
lega, að þetta sé sönn saga, ,, er skeð hafi fyrir all-
rriörgum árum í héraði einu á Islandi “, og á nöfnunum
að eins að vera breytt. Hvort sem nú sagan er sönn
eða ekki, þá er mjög langt frá því, að hún sé líkleg.
það virðist líka sem höfundurinn hafi haft einhverja
óljósa hugmynd um, að hún mundi ekki þykja sem
allra sennilegust, en til þess nú að bæta ofur lítið úr
sk4k, hafi hann farið að gjöra þessa yfirlýsing í byrj-
uninni. En það eru fremur barnaleg örþrifsráð frá
skáldlegu sjónarmiði. það var annars óheppilegt, að
þessi saga skyldi vera látin standa fyrst í bókinni, því
hún er einna ómerkilegust af öllu, sem þar stendur,—
óheppilegt að byrja safn af skáldsögum með því að
segja: þið megið ekki kippa ykkur upp við, þó þetta
sé fremur lygilegt, það er ekki mér að kenna, það er