Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 99
D9
sú synd, sem vafalaust öllum öörum syndum fremur er
líkleg til þess aö leiða manninn út í djúp spillingarinn-
ar, gjöra út af viö manninn í öllum skilningi, og um
leiö að kollvarpa gæfu annarra, allra þeirra, sem nán-
ast eru tengdir lífi dtykkjumannsins, varpa dimmum
skugga, örvæntingarinnar skugga, yfir heimilin, byggð-
irnar og löndin. Skiljanlegt, að slíkir skuggar verði
til út af ofdrykkjunni, þar sem þessi löstur tekur frá
mönnum bæði vitið og frjálsræðið, og að minsta kosti
lamar hvorttveggja stórkostlega æfinlega. — Menn sáu
þessa skugga óðum fjölga og fara sívaxandi, þegar það
ráð var tekið af nokkrum vitrum mannvinum nú fyrir
svo sem níutíu árum að stofna hin svo kölluðu bindind-
isfélög. það sýndist eina ráðið, og það var vafalaust
eina skynsamlega og kristilega ráðið til þess að stemma
stigu fyrir þennan ófögnuð, ófögnuð ofdrykkjunnar,
sem í öllum áttum hins mentaða heims var að ej^ðileggja
lýði landanna í bjargræðislegu tilliti, — á undan öllu
öðru fátæklingana og verkamannalýðinn, og þá líka um
leið að byrgja fyrir mönnum innan sjálfrar kirkjunnar
frelsisljós kristindómsins. Og guði sé lof fyrir það, að
þetta ráð var uppfundið og kristin kirkja tók það í sína
þjónustu. Guði sé lof fyrir það, að bindindisstarf-
semin er nú fyrir löngu orðin stórveldi í heiminum,
stórveldi til blessunar óteljandi mönnum fyrir líkams-
líf þeirra, og stórveldi engu síður til blessunar fyrir hið
andlega líf óteljandi manna. Og sérstaklega guði lof
frá oss Islendingum fyrir það, að þessi starfsemi hefur
komist inn í vort þjóðlíf og borið þar sama blessunar-
ríka ávöxtinn eins og hjá öllum öðrum þjóðum.
En þó að skylt sé með þakklæti til drottins að
minnast þess stórveldis í heiminum, sem bindindis-