Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 52
52
Ijós!, birt sk^^rslu úr ýmsum prestaköllum landsins yfir
guðsþjónustur og altarisgöngur árið 1896 og eru þær
skýrslur eins raunalegar og mest má verða. þær bera
með sér, að „í allt að því helmingi allra prestakalla
landsins hefur ekki orðið embættað helming allramessu-
daga ársins'1. Lögákveðnir messudagar i íslenzku kirkj-
unni eru 60. Hver íslenzkur prestur ætti samkvæmt
því að flytja 60 guðsþjúnustur á ári og messa þó aldrei
nema einu sinni á dag. En í stað þess hefur nærri
helmingur íslenzkra presta hvílt sig helminginn af þeim
messudögum, en surnir margfalt oftar. Einn prestur
hefur tekið sér 54 hvíldir, þegar hann átti að flytja
guðsþjónustur í húsi drottins. Hann átti að gjöra það
60 sinnum á árinu, en það atvikaðist svo, að það varð
(•inungis 6 sinnum. Tveir hafa hvílt sig í 51 skifti.
Og ekki færri en 15 íslenzkir prestar hafa hvílt sig frá
40—49 sinnum yfir árið. það er býsna náðugt að vera
prestur á íslandi eftir þessu. Ekki er von, að þú hafi
langað hingað vestur, íslenzku prestana, þar sem þeir
mega eiga von á að stíga í stólinn ekki einungis 60 sinn-
um á ári, heldur ef til vill tvisvar 60.
Nú er að taka tillit til þess, að mörg af þessum
messuföllum hafa sjálfsagt orðið af náttúrunnar völdum.
Illviðri og vatnsföll og ófærir vegir verða eflaust að
takast til greina, þegar um þetta er talað. þeir, sern
rækt hafa helgar tíðir á íslandi, hafa sjálfsagt á öllum
öldum kristninnar haft j!msa örðugleika við að stríða,
sem óvíða eru jafn-miklir og líklega hvergi meiri. En
mér er spurn : Hví hafa þá ekki messuföllin verið jafn-
tíð á undanförnum tímabilum, ef þau að mestu eða öllu
lejdi skyldu sprottin af náttúrunnar völdum ? Hafa
illviðrin verið meiri á íslandi nú þessi síðari árin en svo
oft að undanförnu ? Eða hafa vatnsföllin verið erviðari