Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 53
r,n
nú upp á síðkastið síðan fariS var að brúa árnar, heldur
en áður meðan ekki var brú á nokkurri sprænu ? Hafa
vegalengdirnar aukist til kirknanna síðan farið var
víðast hvar að leggja miklu betri vegi en áður þektust ?
ESa er það ef til vill af hlífni við þessa ljómandi nýju
vegi, sem ærnu fé hefur verið kostaö til, að menn vilja
helzt sitja heima á helgum dögurn eða prestarnir komast
ekki á kirkjustaðina ?
Engum heilvita manni kemur til hugar að svara
spurningum þessum játandi. Ytri skilyrðin fyrir kirkju-
rækni eru að ýrnsu leyti fleiri en þau hafa áður verið.
Og þó hafa messuföllin ekki verið neitt líkt þessu fram
að þessum allra-síðustu tímum. Hverjar eru þá orsak-
irnar ? þær eru vitaskuld bæði hjá prestunum og söfn-
uðunum. Orsökin mikla, sem allar aðrar j’firgnæfir, er
auðvitaö sú, að kristindómurinn er hættur að vera nokk-
urt áhugamál í þeim sóknum og söfnuðum, þar sem ann-
að eins getur komið fyrir. Segjum nú til dæmis, að
presturinn, sem flutti 6 guðsþjónustur á árinu, hafi
þjónað þremur söfnuðum. Hann hefði þá messað tvisv-
ar í hverri kirkju, sem hann átti að þjóna; það
fólk hefur fengið að heyra guðs orð einu sinni á hverju
hálfu ári,—það er að segja það af því, sem þá hefur fund-
ið hvöt hjá sér til að lcoma til kirkju. Hjá hinum
tveimur, sem flutt hafa 9 guðsþjónustur á árinu, koma 3
á hvern söfnuð eftir sama hlutfalli. Og svo framvegis.
það má heita, að prédikan guðs orðs sé þögnuð, þar sem
ástandið er svona.
En liið raunalegasta í þessu sambandi er nú það, að
það verða hvergi svona tíð messuföll, nema þar sem
prestinn langar til að komast hjá að prédika, ef hann
mögulega getur, og verður dauðfeginn, þegar það hepn-
ast. Söfnuðurinn kemst þá fljótlega að því og er ekki