Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 132
hann flytur, er persónulegur vitnisburður um frelsar-
ann frá eigin brjósti hans.
þriöja atriöiö er hin almenna safnaðarbæn. það
eyfi, sem vér eigum eftir af henni, er eiginlega sama
sem ekki neitt. þaö er nokkurn veginn alveg komið
út úr meðvitund íslenzks kirkjulýðs, að guðs hús sé
bænahús, að söfnuðurinn komi þangað aðallega til að
biðjast fyrir. þá meðvitund þarf að vekja aftur til
lífs með öllu móti. Fögur og fullkomin safnaðarbæn,
sem þá ætti að vera borin fram af prestinum, stand-
andi fyrir altari, mundi gjöra sitt til að kenna mönnum
að biðjast fyrir í kirkjunni, og er það stórmikið atriði,
sem aldrei verður lögð of mikil áherzla á.
Drottinn hefur leitt þessa hreyfing til endurbóta á
tíðareglum inn í hið íslenzka kirkjulíf. Hún hefur
borist eins og aðrar hreyfingar berast til vor þaðan,
sem meira fjör er í hugsunum og framkvæmdum en
hjá oss og umfram alt meiri áhugi á velferðarmálum
kirkjunnar og kristindómsins. þótt oss kunni nú að
sýnast, að hún hafi til vor komið helzt til snemma,
áður en lífið sjálft er vaknað, sem öll form verða dauð
og þýðingarlaus án, ættu allir vinir kirkju vorrar að
sýna henni rækt og velvild og hugsa sem svo: Hún
er frá guði komin. Hver veit nema hreyfing þessi geti
orðið verkfæri í hendi drottins til að vinna eitthvert
kraftaverk og vekja til lífsins eitthvað, sem sefur, ef
þeir, sem honum vilja þjóna af einlægu hjarta, leitast
við af öllu afli að beina henni inn í heppilegan farveg.
það er of snemt enn að gefa handbókina út í
endurbættri mynd. Menn eru ekki búnir að átta sig,
fara nú fyrst úr þessu að gefa því ofur lítinn gaum.
það liggur heldur ekkert á. því ekki bíða nokkur ár