Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 30
fyrir bragðiS og skipar nú öndvegi bjá aldarinnar stærstu
höfundum. ])rátt fyrir mikla lengd og hátt verð hefur
skáldsaga þessi verið meira keypt og meira lesin en noklc-
ur önnur bók þessi síðustu ár. Og þessar vinsældir
hefur hún unnið sér af því hún þykir sannari og betur
af hendi leyst frá sjónarmiði listarinnar en ílestar aðrar
skáldsögur, sem lýsa einhverjum atriðum mannkyns-
sögunnar.
Bókin lýsir ástandinu í heiminum um það leyti, er
hinn alræmdi Ncró keisari sat að völdum. En af því
Rómaborg var þungamiðja alls heimsins þá og þar var
alt ilt og gott saman komið, sem einkendi iífið am þessar
mundir, dregur höfundurinn upp mynd af lífinu í þessari
miklu höfuðborg hins rómverska alheimsríkis og bregð-
ur þeirri mynd upp sem annarri skuggsjá fyrir augu
lesendanna, svo þeir fá séð inn í hjarta aldarinnar og
lesið huldustu hugsanir hennar. Myndin, sem vér sjá-
um, er mynd af Rómaborg á dögum Neró keisxra, en uin
leið meistaraleg mynd af mannfélagsástandinu öllu í
heiminum. Hann sýnir oss Rómaborg, en um leið sjáum
vér alt, sem liggur fyrir utan Rómaborg. Höfundurinn
leiðir lesendunum sláandi fyrir sjónir andlega ástandið í
hinum mentaða heiðingja heimi, — munaðinn og nautn-
ina annarsvegar, þreytuna og fyrirlitninguna fyrir lifinu
hins vegar. Hann leiðir greinilega í ljós öll þau marg-
víslegu öfl mannlegrar spillingar, sem urðu þess vald-
andi, að mannfélagsbyggingin og heimsdrotnunin róm-
verska hrundi um sjálfa sig.
Að því leyti er myndin ákaflega myrk. Eg man
ekki til, að nokkur bók hafi gjört myrkrið í mannlítínu
eins þrungið af skeifing í mínum augum, — hið andlega
svartnætti, sem lagst getur yfir jörðina og grúft yfir
henni með svo mikluin jiunga eins og enginn dagur sé