Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 68
os
þroskaður í neinu og í þeim efnum. En aldrei virðist
skilningur hennar að hafa verið minni en nú. Aldrei
hefur hún verið fjær því að vita, hvað hún vildi, en
einmitt nú. Pólitisku flokkarnir eru orðnir nokkurn-
veginn eins margir og hrepparnir. Allir, sem eitthvað
þykjast hafa að segja, vilja vera forsprakkar. þess
vegna er enginn flokkur til og enginn flokksforingi.
Hver höndin rífur niður fyrir annarri. Allir eru grun-
aðir um græsku. Alt lendir í einum endalausum
ragnarökkurs-bardaga. þótt þjóð vor eigi nú ýnisa
ágætismenn, sem hafa miklu gleggri sjón í þessum efn-
um en fjöldinn og láta stjórnast af einlægri föðurlands-
ást, eru þeir úthrópaðir sem örgustu landráðamenn og
fósturjarðarféndur. þeir eru skoðaðir sem vargar í
véum og Öll viðleitni þeirra að koma stjórnmálum þjóð-
arinnar í heppilegra horf sem Efíaltesar-brögð.
Hvernig stendur nú á þessu ? það stendur í beinu
satnbandi við kristindómsleysi þjóðarinnar. Um leið og
kristindómurinn bilar og trúin kólnar, lamast og hverf-
ur hinn siðferðislegi þróttur. þjóð, sem hættir að beygja
sig fyrir guði almáttugum, hættir um leið að beygja sig
fyrir pólitiskum leiðtogum. Um þá þjóð má segja eins
og sagt var forðum: Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi
heyra þeir ekki né skilja. þegar kærleikurinn til guðs
hverfur úr hjörtunum, er föðurlandsástin líka á förum.
þá er ekkert eftir nema sjálfselskan og sórþóttinn.
Fólagslífið fellur í mola. Alt lendir í flokkadráttum,
einræningsskap og sérvizku.
þess vegna mega allir íslenzkir stjórnmálamenn
vita það, að viðreisn þjóðar vorrar er öldungis ómögu-
leg í veraldlegum efnum, nema því að eins að kristin-
dómnrinn rísi aftur við í hjarta hennar. Hún þarf
andlega að endurfæðast, til að geta fengið þann siðferð-