Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 69
6ð
islega þrótt, er hana nú öldungis skortir, til að veita
framfaraspursmáluin sínura heppilega úrlausn. þegar
svo og svo margir af pólitisku leiðtogunum beita fylgi
sínu til að smáeySileggja þann kristindóm, sem til er,
leggja þeir í blindni sinni bezta bandamann sinn aS velli.
þaS verSur köld og daufleg framfaraöld, sem íslenzkt
þjóðerni á fyrir hendi, þegar kristindómurinn er fluttur
úr landi. þegar úti er um hann, er úti um sjálfstæSa
íslenzka þjóð.
þess vegna vil ég hrópa til allra íslenzkra framfara-
vina — og þeir eru nú eins og allir vita nokkuð margir
—, hrópa eins hátt og mér er unt og eins lengi og ég
framast má: Yðar framfaraglingur er tómur hégómi,
yðar stjórnarbótarbrask verður heimskara og heimskara,
nema því aS eins, aS kristindómurinn rísi aftur við og
blási nýjum einingaranda í hjörtu þjóðarinnar.
Gamli Esóp var ekki íslendingur eins og allir vita.
Hann var sonur gamla Grikklands. En það var býsna
margt líkt með Grikkjum og íslendingum. Enda eiga
sumar af dæmisögunum hans Ijómandi vel við oss ís-
lendinga. Líking hans um föðurinn, sem á deyjanda
degi kallaði þrætugjarna syni sína fyrir sig og fékk
þeim stórt knippi af samanbundnum stöfum og bauð
þeim að brjóta, kemur ósjálfrátt í hugann. þeir reyndu
allir, en þeim var það ekki unt. þá bauð hann þeitn að
leysa stafina sundur, og þá brutu þeir þá alla eins og
ekkert væri. Svona fer fyrir ykkur, sagði hann við þá.
Ef þið látið band einingarinnar tengja ykkur saman,
fær ekkert mannlegt afl bugað ykkur. En ef bandið
brestur og hver höndin verður upp á móti annarri,
brotnar líf ykkar eins og stafirnir og verður ónýtt.
Einingarband kristindómsins hefur losnað utan af
miklum hluta þjóðar vorrar og sundrungaröflin eru að