Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 55
55
þessi löngun myndast í hjarta prestsins og verður
æ sterkari og sterkari, þegar hann trúir á frelsara sinn í
hjarta sínu, á eitthvað af hans kærleika til mannssáln-
anna í brjósti sér og álítur stöðu sína í }m fólgna að
vera öllum alt, svo hann geti áunnið einhvern. Sam-
vizkusamur prestur leitast við að búa sig svo vel undir
hvern sunnudag, sem honuin er frekast unt; hann
hefur safnað fyrir svo mörgum hugsunum út af guðs
orði handa söfnuðinum, að honum verður það til stór-
sorgar, ef hann fær ekki tækifæri til að bera þessar
hugsanir fram. Prestur, sem slíka rækt legði við stöðu
sína, léti ekki verða messufall, nema hann mætti til.
Fyrr talar hann fyrir aðeins tveimur eða þremur. — En
sá, sem annaðhvort er mjög illa undirbúinn eða alls
ekki, verður feginn að finna einliverja átyllu fyrir að
láta verða messufall. Honum er ekki unun, heldur
kvalræði, að koma fram fyrir söfnuðinn með galtómt
höfuð og ískalt hjarta, og vill miklu heldur hverfa
svobúinn heim.—Veðrið er ekki iakara nú en það hefur
verið. Vegalengdirnar ekki meiri. Vegirnir ekki óslétt-
ari. Vatnsföllin ckki fleiri né örðugri yfírferðar. En
allar þessar torfærur hafa vaxið hið innra hjá oss.
Veðrið hefur spilst, vegalengdirnar tvöfaldast, vcg-
irnir nríðversnað, vatnsfollin orðið margfalt hættu-
leg í ín*yndun vorri, að sama skapi sem kristin-
dóminum hefur hnignað í hjörtum vorum. það erum
vér sjálfir, sem erum aumri, — trúin minni í hjört-
um vorum, kærleikurinn til mannanna kaldari, rækt-
in minni við stöðu vora. Vér hvorki kunnum að
prédika svo á því sé nokkur mynd, né fáum oss til þess,
af því hjaitað er tómt og viljann vantar.
Er það ekki öllum vitanlegt, hvílik tízka það hefur
verið meðal islenzkra presta, að ná í gamlar ræður, svo