Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 142
142
sköf upp grjótið eins og lausamjöll;
f jallið sprakk með hvell sem niður hryndi
heimsins mikla’ og trausta festing öll.
þetta er, þegar frelsarinn hefur rekið freistarann frá
sér. En er ekki þetta of mikil töfrasýning, of líkt
austurlenzku ævintýri úr þúsund og einni nótt? I þessu
kvæöi eru stjörnurnar látnar verða að englum, er stíga
niður til jarðarinnar að veita frelsaranum lotning. —
,,Jesús gengur á vatninu“ er gullfallegt. En um
kvöldið, þegar hann er einn á bæn uppi á fjallinu (Matt.
14,23), eru ,,tígrar og ormarog óarga dýr og allskonar
kvikindi grimm“ látin skríða að fótum hans og biðjast
griða (140). Tárin hans falla til jarðar, svo ,,klöppin,
sem hörð var og köld eins og svell, í kyrrþey á svip-
stundu grær“ og fagur blómlundur rennur þar alt í
einu upp í björgunum (143). þessi ævintýrablær
skyggir á persónu frelsarans og styrkir ekki trú hinna
efunargjörnu á frásögu nýja testamentisins. þetta
kvæði virðist mér of langt, eins og annars er
hægt að segja um æði-mörg af kvæðunum í síðara bind-
inu.—þá er ,,Ummyndunin“ (156).*) Guð sendir
lind(!) til að sækja Jesúm upp á fjallið. þegar þang-
að kemur, fer frelsarinn að biðjast fyrir, en lærisvein-
arnir þrír, sem með honurn voru, látnir hvfla sig upp
við steina og vera milli svefns og vöku. þá keinur
Móses þeysandi á kófsveittum fáki í loftinu sunnan frá
Nebós fjalli með steinspjöld í hendi og sverð við hlið
(160). Elías kemur akandi á eldkerru vestan frá
Karmelstindi og er í eldskikkju með keíli í annarri
*) Um þetta kvæði hefur verið talað í ,,Sam.“ af síra Jóni
Bjamasyni alveg frá sama sjónarmiði. En samhengisins vegna
Iset ég þess einnig getið hér með sem fæstum orðum.