Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 135
135
á boöstólum og rithöfundar annara landa; og hann
vildi láta þá bera þaö fram í jafn-glófögrum kerum.
þaö sýndist vera nokkuö djarft að koma fram meö
aðra eins kröfu og þetta þá, þegar andlegt líf þjóöar
vorrar var eins og ljós, sem blaktir á skari. Kærleik-
urinn er ætíð djarfur, — enginn til eins óumræðilega
stórhuga og hann. Sami kærleiksandinn þarf enn að
hvíla yfir hinu myrka djúpi þjóðlífs vors, því á sínum
tíma skapar hann ljóshnetti og setur þá á festingu
himinsins og klæðir það, sem áður var bert og nakið,
með grösum og jurtum.
Bókmentalegt líf í löndunum stendur ekki eitt
og út af fyrir sig, fráskilið öllu öðru, heldur er það í
nánasta sambandi við það menningarstig, sem þjóðin
hefur náð. Hugsun rithöfundanna stendur svo sem
að sjálfsögðu í sambandi við hugsanirnar, sem J^jóðin
er að velta fyrir sér. Aridlegu umbrotin í sálum þeirra
verða sterk eða afllaus eftir því, hvort andleg umbrot
eru mikil eða lítil í lífi þjóðarinnar. Fegurðarstigið,
sem þeim tekst að ná, þegar þeir eru að skrýða hugs-
anir sínar, fer eftir því, hve næm eða sljó fegurðartil-
finningin er hjá þjóðinni. Andlega loftslagið, sem
þeir lifa í, kemur ósjálfrátt fram í bókum þeirra. ]>að
má þekkja Islendinginn álengdar, þótt hann mæti oss
í útlendum búningi á fjölförnu stræti í erlendri stórborg.
þ»að er einn stór og mikill aðal-galli á íslenzkum
bókum nú á yfirstandandi tíð. þær halda engri fastri,
ákveðinni hugsun fram. Vér erum að fylla hýbýli vor
með pappír og prentsvertu, en hjörtu vor eru jafn-tóm
eftir lesturinn. Bækurnar hafa, ef til vill, stytt oss
stundir og skilið eftir fáeina fróðleiksmola. En hvaða
lífsvísdóm hafa þær skilið eftir hjá oss? Hafa þær