Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 166
166
dánarsonar, þar sem hann segir, aö „brennisteins-
prestarnir“ heföu gott af aö kynna sér þá bók. Hann
hlýtur auövitaö aö meina með því uppnefni allan hinn
kristna kennilýð, sem heldur fast við kenninguna um
eilífa glötun eins og hún kemur fram í nýja testament-
inu. Auðvitað gjöröi síra Helgi heitinn það eins trú-
lega og nokkur annar og mundi hafa kunnað þeim
manni litla þökk,sem hefði ætlað honum eitthvað ann-
að. En á hinn bóginn er að minni vitund engir til
meðal íslenzks kennilýðs á yfirstandandi tíð, sem mis-
beita þeirri kenning á nokkurn óhæfilegan hátt, svo frá
því sjónarmiði er uppnefnið út í hött. Heiðvirður
háskólakennari ætti að álíta sig of góðan til að óhreinka
hendur sínar á öðru eins. Hann hefur líka sjálfur
fengið of mikið að kenna á þeim íslenzka fólsku-sið,
til þess að fara að beita uppnefningum við aðra. Öll
þau svívirðilegu uppnefni, sem pólitiskum vindbelgjum
hafa getað hugkvæmst, hafa verið látin á honum
dynja, síðan hann gjörðist svo djarfur að bera fram
skynsamlega tillögu í stjórnarbótarmáli Islands og'ljá
henni fylgi sitt. Hann hefur tekið því með þögn og
stillingu og vaxið af því í augum góðra manna. En
mannúðar-tilfinning sjálfs hans ætti að hafa kent hon-
um, hvílíkur þjóðarósómi þetta er og hve fyrirlitlegt
vopn í alvarlegum ágreiningsmálum. Var illa farið,
að hann skyldi gjöra sig sekan um slíkt í því sambandi,
sem sízt skyldi.
það er í mannúðarinnar nafni, að þessi mótmæli
eru hafin.
Sigurður Kristjánsson í Reykjavík gefur út
ídendinrjn- lang-flestar bækur, sem nú koma út á íslenzku.
xögur. Flest af bókum, sem liér er talað um, hafa
komið út á kostnað hans. A hann miklar
þakkir skilið fyrir ötulleik sinn og dugnað í því að gefa út
bækur. Utgáfa hans af Islendingasögum heldur einlægt
áfram, Hann er nú búinn að gefa út 22, Svarfdæla, Valla-