Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Qupperneq 27
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985.
27
spyrna unglinga — Knattspyrna ungiii
r. iksí.r»"Œ
Úbk', öhfcíwggSSj ÞrtSf'N^"??"
___________ /r.,t esk-’ ”all
---—--------——(DV-inymj HH.)
FormaðurKSÍ
fylgSstmeð
i
Unglingalandsliðið (U—18) æfir
mjög stíft þessa dagana og sýna
strákarnir auknar framfarir með
hverri æfingunni og veitir sjálfsagt
ekki af. Öhætt er því að vera bjart-
sýnn fyrir þá tvo leiki sem fram-
undan eru, þ.e. gegn Irum þann 11.
nóv. nk. og Skotum 14. nóv. En far-
ið verður út þann 9. nóv. Allt hefur
verið gert til þess að undirbúningur
Uðsins geti verið sem bestur og
strákarnir hafa svo sannarlega
ekki legið á liði sínu, mæting ávallt
100% og drengirnir lagt sig alla
fram á æfingunum. Getan er fyrir
hendi og vonandi ná strákarnir að
sýna betri hUðina í leikjunum úti,
þá getur allt gerst. Ellert B.
Schram, formaður KSÍ, fylgdist af
áhuga með æfingunni sunnudaginn
12. okt. sl. -HH.
Þeirskoraekki
markámeðan!
c ÁRIÐ 1962 voru KR-ingar meö
mjög gott lið í 1. deildinni. í leik
gegn Val voru þeir í sérstökum
ham og gekk allt upp hjá vestur-
bœjarliðinu. í>eir skoruðu hvert
markið á fætur öðru og þegar
stutt var til hálfleiks var staðan
orðin 4-0 KR í vil og áfram hélst
pressan á Valsmarkið og útlitið
dökkt fyrir Hlíðarendastrákana.
í hvert sinn sem Árni Njálsson,
varnarmaður hjá Val, komst í
tæri við boltann dúndraði hann
háum og löngum boltum fram
völlinn. I einu upphlaupinu náði
Árni að spyrna frá marki Vals -
og þvílík spyrna — himinhátt og
langt. Björgvin Hermannssyni,
markverði Vals, sem hafði verið
undir mjög mikilli pressu, þótti
nóg um og hljóp fram í teiginn
og æpti til sinna manna: „Hörm-
ung er að sjá þetta, strákar.
Hvernig væri að taka boltann
niður og reyna að spila fót-
bolta!!!“ - Þá svaraði Árni Njáls-
son um hæl: ,,Þ»eir skora ekki
mark meðan boltinn er í loft-
inu!!!“
Fyrsta konan í heiminum í
stjórn knattspy rnusambands!
SVANFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR var kosin í stjóm Knattspyrnu-
sambands íslands á síðasta KSÍ-þingi - og varð þvi fyrsta konan í
heiminum til að takast á við slíkt starf.
Svanfríður, hvað var það sem
hvatti þig til að fara út í þetta?
- I fjölskyldu minni er mikill
áhugi á knattspyrnu og hlaut ég
því að smitast af þessum áhuga.
Maðurinn minn var bæði leikmað-
ur og þjálfari i knattspyrnu og
börnin mín, sem byrjuðu snemma
að æfa og keppa, eru ennþá í knatt-
spyrnunni. Við búum nálægt Vall-
argerðisvelli í Kópavogi þar sem
fer fram ótrúlegur fjöldi leikja í
yngri flokkunum og höfum við ekki
síður haft gaman af því að horfa á
þá yngri en eldri.
Eftir að ég fluttist í Kópavog 1970
kynntist ég líka kvennaknatt-
spyrnunni og hef fylgst með henni
síðan. Tók ég fljótlega að mér að
vera liðsstjóri stúlknanna í Breiða-
bliki og þegar kvennanefnd KSÍ
var skipuð fyrir 5 árum var ég beðin
að taka sæti í henni. Hef ég starfað
i henni síðan.
Vakti athygli
áSpáni!
Þú ert fyrsta konan sem situr
í stjórn KSÍ. Er ekki erfitt með
allt þetta karlalið í kringum sig,
finnst þér þú vera einangruð?
- Síðustu 10 árin hef ég sótt þing
KSÍ sem fulltrúi Breiðabliks og
kvennanefndar KSÍ. A síðasta árs-
þingi var ég kjörin í varastjórn
sambandsins og hefur mér fallið vel
að vinna með óhugasömum og
fórnfúsum stjórnarmönnum, sem
hafa tekið mér mjög vel, og get ég
ekki fundið að ég sé á nokkurn
hátt einangruð. I september sl. fór
ég sem einn af fararstjórum lands-
liðs undir 21 árs til Spánar. Ég gat
ekki fundið í þeirri ferð að strákun-
um þætti neitt við það að athuga
að kona væri í fararstjórninni og
sjálf hafði égmjög gaman afþessari
lærdómsríku ferð. En það vakti
greinilega athygli Spánverjanna að
kona væri í stjórn KSÍ.
Ert þú ánægð með hlut
kvenna í knattspyrnulegu til-
liti?
- Sumir segja að knattspyrna sé
ekki fyrir konur en ég er á annarri
skoðun. Hin mikla fjölgun þátttak-
enda í kvennaknattspyrnu hér á
landi og í öðrum Evrópulöndum
sýnir líka að knattspyrnan á geysi-
legum vinsældum að fagna hjá
stúlkum sem piltum. Ef til vill má
segja að hraðinn, tæknin og kraft-
urinn sé ekki jafnmikill í kvenna-
knattspymu og hann er hjá úrvals-
liðum drengja en stúlkurnar okkar
hafa sýnt miklar framfarir og náð
verulega góðum leikjum, jafnvel á
móti erlendum liðum. Þess má líka
geta að nokkrar íslenskar stúlkur
hafa leikið með góðum erlendum
liðum og staðið sig vel.
Eru einhver mál sem þú vilt
setja framar öðrum?
- Ég legg mikla áherslu á að
góðir þjálfarar fáist til að sjá um
þjálfun stúlknanna. Því er nauð-
synlegt að halda fleiri námskeið
fyrir þjálfara kvennaflokka. Til
þess að efla kvennaknattspyrnuna
þurfa stúlkurnar að fó skemmtileg
og verðug verkefni og þarf því að
leggja vinnu í að fá landsleiki o.fl.
Þá þarf líka að vanda undirbúning
og framkvæmd knattspyrnumóta
fyrir stúlkurnar. Á ég þar við t.d.
að þær fái að leika á grasi og að
vel sé staðið að dómaramálum.
Eitthvað sérstakt í lokin?
- Knattspyrnan er af mörgum
tajin ein skemmtilegasta íþrótta-
grein sem þekkist og hrífur bæði
karla og konur. Knattspyrnuna
stunda fleiri unglingar en nokkra
aðra íþróttagrein og er hún því
mjög mikilvægur þáttur í uppeldi
og líkamlegri þjálfun þessara ung-
menna. Vil ég því hvetja alla for-
eldra til þess að fylgjast með þess-
Svanfríður Guðjónsdóttir: „Ég
get ekki fundið að ég sé á nokk-
urn liátt einangruð.“
um íþróttaiðkunum barna sinna,
koma að horfa á leikina og taka
sem virkastan þátt í þessu
skemmtilega starfi með unga fólk-
inu.
Við tökum undir þessi lokaorð
Svanfríðar og óskum henni vel-
farnaðar í starfi. (Eiginmaður
Svanfríðar er Reynir Karlsson,
íþróttafulltrúi ríkisins.) -HH