Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 30
30
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Flokksþing Alþýðnflokksins í Hveragerðl:
Jón Baldvin endurkjörinn
formaður með 98% atkvæða
„Þessi kosning hefur staðfest að
það er meiri eining og meiri sam-
staða í okkar flokki en nokkru sinni
áður. Alþýðuflokkurinn er í skrið-
þungri sókn sem ekki verður stöðv-
uð héðan af,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson eftir að hann hafði
verið endurkjörinn formaður Al-
þýðuflokksins á Hótel örk í Hvera-
gerði um helgina.
Jón Baldvin hlaut 215 atkvæði af
219 greiddum eða 98,2 prósent at>
kvæða. Ámundi Ámundason og
Skjöldur Stefánsson hlutu eitt at-
kvæði hvor. Tveir seðlar voru auðir.
Endurkosning Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í embætti varaformanns var
enn glæsilegri. Jóhanna hlaut 220
atkvæði af 221 eða 99,5 prósent at-
kvæða. Birgir Dýrfjörð fékk eitt
atkvæði.
Ámi Gunnarsson var kjörinn rit-
ari með 99,1 prósent atkvæða, Geir
Gunnlaugsson gjaldkeri með 95,5
prósent atkvæða og Sjöfii Sigur-
bjömsdóttir formaður framkvæmda-
stjómar með 87 prósent átkvæða.
-KMU
Jón Baldvin Hannibalsson ræðir við BJ-mennina Vilhjálm Þorsteinsson, Stefán Benediktsson, Karl Th. Birgis-
son og Guömund Einarsson á þingi Alþýðuflokksins. DV-myndir Brynjar Gauti
Við megum mjóg vel
við okkar hlut una
- segir Guðmundur Einarsson, áður þingflokksformaður BJ
„Þetta þing hefur staðfest þá stað-
hæfingu okkar að Alþýðuflokkurinn
hefði breyst á síðustu árum í að
verða fijálslyndur umbótaflokkur í
þá átt sem við teljum að hér þurfi,“
sagði Guðmundur Einarsson, fyrr-
verandi formaður þingflokks
Bandalags jafiiaðarmanna, að loknu
flokksþingi Alþýðuflokksins í gær-
kvöldi.
„Þetta sýna náttúrlega niðurstöð-
ur þingsins í ályktunum þar sem til
dæmis mál eins og þriðja stjóm-
sýslustigið, sem hefur verið áherslu-
mál hjá Bandalagi jafnaðarmanna,
er inni í þessum samþykktum.
Ég vil nefria að í samþykktum um
verkalýðs- og kjaramál er talað um
samninga á vinnustöðum sem eina
leið til þess að auka sveigjanleika í
baráttu verkalýðshreyfingar.
önnur mál, sem Bandalagið lagði
áherslu á á sínum tíma, eins og fisk-
markaðir, jöfiiun atkvæðisréttar og
reglur gegn hagsmunaárekstrum em
öll inni í ályktunum þingsins.
Þannig að í fljótu bragði, án þess
að ég hafi beinlínis gert debet og
kredit, sýnist mér þau mál vera hér
öll nema líklega beint kjör forsætis-
ráðherra, sem ekki var ástæða til
að reikna með, og þjóðfundur. En
þau mál sem Bandalagið hefur haft
á oddinum em hér öll á ferðinni
nema þessi tvö.
Mér sýnist að okkar menn, þar sem
þeir vom í framboði til fram-
kvæmdastjómar og flokksstjómar,
hafi fengið alveg glimrandi kosn-
ingu, verið með allra hæstu at-
kvæðatölur. Þannig að við megum
mjög vel við okkar hlut una,“ sagði
Guðmundur Einarsson.
-KMU
Þjóðaratkvæði um
einn lífeyrissjóð
„Við næstu kosningar til Alþingis
skal fara fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um hvort koma eigi á fót
einum sameiginlegum lífeyrissjóði
fyrir alla landsmenn," segir í sam-
þykkt þingsins.
„Við það skal miðað að hinn sam-
eiginlegi lífeyrissjóður allra lands-
manna taki til starfa í ársbyrjun
1991 og leysi þá núverandi lífeyris-
sjóðakerfi af hólmi,“ segir ennfrem-
m.
Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyr-
ir tillögunni fyrir hönd meirihluta
félags- og menningarmálanefndar.
ítarleg greinargerð fylgdi með.
Andstaða kom fram gegn þessari
tillögu frá verkalýðsleiðtogum innan
flokksins. Jón Karlsson á Sauðár-
króki var þar fremstur í flokki. Taldi
hann hugmyndina um einn lífeyris-
sjóð óraunhæfa og í andstöðu við
stefriu verkalýðshreyfingarinnar.
Tillagan var samþykkt án mótat-
kvæða.
-KMU
Kvóti á kynin
„Við kjör í allar stofhanir flokks-
ins, þar sem kjósa skal tvo eða fleiri
ftdltrúa í einu, skal hvort kyn eiga
rétt til að minnsta kosti 40 prósent
fulltrúa, svo framarlega sem nægi-
lega margir eru í framboði.“
Þessi tillaga var samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta á flokks-
þinginu en eftir miklar umræður og
málamiðlunartillögu, sem takmark-
ar gildistímann við tvö ár, eða til
næsta flokksþings.
Andstæðingar „kvótaskiptíngar"
miUi kynja töldu hana vera skerð-
ingu á frelsi og lýðræði. Fylgismenn
tfllögunnar sögðu hana hins vegar
iUa nauðsyn.
Kvótaskiptingin gildir um kjör í
framkvæmdastjóm og flokksstjóm,
fræðsluráð, fjármálaráð, verkalýðs-
málanefnd og um kjör í starfshópa.
-KMU
Fiamkvæmdastjóm:
Sjöfn og María
flest atkvæði
Flokksþingið kaus fjórar konur í
framkvæmdastjóm flokksins en þijá
karla. Kona var kosin formaður,
Sjöfii Sigurbjömsdóttir. Hlaut hún
198 atkvæði af 227. Guðríður Þor-
steinsdóttir hlaut 8 atkvæði.
í kjöri um aðra stjómarmenn hlaut
María Kjartansdóttir flest atkvæði,
173. Hún er dóttir Kjartans Jó-
hannssonar, fyrrverandi formanns.
Guðríður Þoi-steinsdóttir hlaut
næstflest atkvæði, 152. Jón Sæ-
mundur Siguijónsson hlaut 147
atkvæði, Siguijón Valdimarsson,
sem kemur úr Bandalagi jafnaðar-
manna, 142 atkvæði, Guðfinna
Vigfúsdóttir 135 atkvæði og Sigþór
Jóhannsson 135 atkvæði.
Helmingur framkvæmdastjómar
er kjörinn beint af kjördæmaráðum
flokksins.
-KMU
Ragnheiður Björk efst
Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir, sem skipaði þriðja sæti lista
Alþýðuflokksins við borgarstjómar-
kosningamar í Reykjavík í vor,
hlaut flest atkvæði í kjöri til flokks-
stjómar Alþýðuflokksins. Ragnheið-
ur Björk hlaut 202 atkvæði.
í fimm efstu sætum höfnuðu fjórar
konur. Eini karlmaðurinn, sem náði
að verða meðal fimm efetu, var
Magnús H. Magnússon úr Vest-
mannaeyjum, fyrrverandi ráðherra.
Athygh vakti einnig að þeir þrír
menn úr Bandalagi jafiiaðarmanna,
sem vom í kjöri, náðu allir inn. Það
vom þeir Vilhjálmur Þorsteinsson,
Jón Bragi Bjamason og Karl Th.
Birgisson.
Alls vom 80 manns í kjöri um 30
sæti. Eftirtaldir hlutu kosningu í
flokksstjóm:
1. Ragnheiður Björk Guðmd. 202.
2. Helga Kr. Möller 186.
3. Magnús H. Magnússon 174.
4. Jóna Ósk Guðjónsdóttir 170.
5. Rannveig Guðmundsdóttir 169.
6. Guðmundur Ámi Stefanss. 168.
7. Gylfi Þ. Gíslason 161.
8. Guðmundur Oddsson 154.
9. Jón Bragi Bjamason 152.
10. Stefan Gunnarsson 151.
11. Vilhjálmur Þorsteinsson 151.
12. Guðríður Elíasdóttir 141.
13. Elín Harðardóttir 137.
14. Maríanna Friðjónsdóttir 136.
15. Jón Baldur Lorange 132.
16. Karl Th. Birgisson 128.
17. Valgerður Guðmundsd. 124.
18. Bjöm Friðfinnsson 124.
19. Haukur Helgason 119.
20. Davíð Bjömsson 117.
21. Birgir Dýrfjörð 115.
22. Kristín Ölafedóttir 109.
23. Ásgerður Bjamadóttir 109.
24. Helgi Skúli Kjartansson 106.
25. Sighvatur Björgvinsson 105.
26. Tryggvi Harðarson 99.
27. Guðrún Ólafedóttir 98.
28. Sigurður E. Guðmundsson 96.
29. Kristín Viggósdóttir 96.
30. Viðar Scheving 93.
-KMU
Þriðja stjómsýslustigið
Þingmenn ekki í bankaráðum
„Flokksþing Alþýðuflokksins lýsir
sig samþykkt þeirri meginstefhu sem
ffarn kemur í ályktun þingflokks
Alþýðuflokksins frá 25. mars 1985
þar sem þeirri skoðun er lýst að
stjómsýslustigin eigi að vera þijú.“
Svo segir í ályktun sem samþykkt
var um sveitarstjómarmál. Þar segir
ennfremur.
„Áhersla verði lögð á sjálfetæði
stjómsýslueininga þannig að ekki
bætist við millistig sem yrði aðeins
fjárfrekt bákn.
Markmiðið með þessari breytingu
er að færa vald frá ríki og embættis-
mannakerfi til kjörinna fúlltrúa
heima í héraði."
-KMU
„Ennfremur er lögð áhersla á
strangar reglur um hagsmunaá-
rekstra er efli traust þegnanna á
stjómkerfinu. Beint lýðræði er einn-
ig forsenda heilbrigðari stjómar-
hátta. Stjómkerfi landsins á að
vinna í þágu fólksins en ekki vald-
hafa,“ segir í stjómmálaályktun.
í stefiiuskrá var þessum setningum
bætt inn:
„Alþýðuflokkurinn vill:
Aðskilja peningavald og pólitískt
vald.
Að þingmenn séu ekki í stjómum
banka og sparisjóða."
-KMU