Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
31
Endurkjöri Jóns Baldvins, sem formanns Alþýðuflokksins, fagnað.
Jóhanna Sigurðardóttir fagnar endurkjöri til varaformanns. Hún hlaut
99,5 prósent atkvæða.
Þingið einkenndist af
eindrægni og samstöðu
sagði Jón Baldvin Hannibalsson við þingslrt
„Þau mál, sem við höfum sett hér
á oddinn, eru merk. Og það verður
mikið verk hjá okkur á næstunni
að koma þessum málefaum áleiðis
til þjóðarinnar. Frá og með lokum
þessa þings er kosningabarátta okk-
ar hafin," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, í lokaræðu sinni á flokks-
þinginu í Hveragerði í gærkvöldi.
„Stóru málin, sem hér voru lögð
fyrir, voru tillögur okkar um nýtt
skattakerfi, tillögur okkar um einn
lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn, til-
lögur okkar um nýjar leiðir i
húsnæðismálum, bæði hvað varðar
fjármögnun til húsnæðismálanna og
eins lánafyrirgreiðslu, tillögur okkar
um valdatilfærslu til landsbyggðar-
manna, þar sem þingið tók afdráttar-
lausa afstöðu til þriðja stjómsýslu-
stigsins.
Það skal játað að undirbúningur
fyrir þingið að tillögugeið um nýja
atvinnustefhu var ekki nægjanlega
vandaður. Þau mál þurfum við að
hafa til frekari úrvinnslu á næst-
unni.
Tillögur okkar um samræmda
launastefnu og ályktun okkar um
kjaramálin og um samskipti okkar
við verkalýðshreyfinguna og nauð-
syn á breyttum vinnubrögðum og
starfsháttum, skipulagi, verkalýðs-
hreyfingarinnar.“
Stóru málin í kosningabarátt-
unni
„Allt eru þetta mál sem varða alla
þjóðina. Allt eru þetta mál sem eru
af því tagi að þau verða stóru málin
í kosningabaráttunni og þetta eru
mál af því tagi sem eru áleitin við
fólk. Þau knýja fólk til afstöðu.
Annaðhvort eru menn með þessum
málum eða á móti.
Út frá sjónarmiði fjöimiðlamanns,
eða fréttafríks, þá kann hann að
hafa sagt: Þetta þing var tíðindalítið.
Hér voru engar mannfómir. Hér
var út af fyrir sig enginn sem beið
ósigur eða vann sigur. Þingið þótti
ekki tíðindum sæta í þeim skilningi.
Kannski brennur það til tíðinda
að flokksþing Alþýðuflokksins er
tíðindalaust af þessum vígstöðvum.
Vegna þess að það einkenndist auð-
vitað mjög áberandi af eindrægni og
samstöðu."
Kvennabylting i Alþýðu-
fiokknum
„Mér sýnist, og hef nú ekki langa
reynslu af því að sækja flokksþing
Alþýðuflokksins, að þetta þing hafi
einkennst mjög af því að það hafi
átt sér stað kvennabylting í Al-
þýðuflokknum.
Það er líka athyglisvert að þetta
þinghald hefur auðvitað einkennst
af sveitarstjórnarbyltingunni, sem
gerðist í vor, vegna þess að hér em
á þinginu mjög margir af þeim ungu
og rösku mönnum, sem komið hafa
til starfa fyrir Alþýðuflokkinn í
sveitarstjómum.
Þetta var fjölmennnasta þing í
sögu Alþýðuflokksins.
Ef við lítum til baka yfir þessa
daga þá held ég að setningarat-
höfnin verði mönnum lengi minnis-
stæð. Hún vakti eftirvæntingu. Hún
var söguleg."
Stórmerkur pólitískur atburð-
ur
„Þegar við lítum fram í tímann þá
verður þessa þings fyrst og fremst
minnst fyrir það að á þessu þingi
gerðist sá stórmerki pólitíski at-
burður að jafnaðarmenn sameinuð-
ust, að Bandalag jafiiaðarmanna
gekk til liðs við okkur undir einu
merki jafnaðarmanna, sem er gleði-
legasta og ánægjulegasta afrnælis-
gjöfin, sem Alþýðuflokknum og
jafiiaðarstefnunni var færð á þessu
70 ára afmæli.
Ég læt í ljós þá von að þeim nýju
liðsmönnum, sem nú sóttu sitt fyrsta
þing á vegum Alþýðuflokksins, hafi
fúndist þinghaldið staðfesta það að
þeir hafi tekið rétta ákvörðun.
Þeim var vel tekið. Og það fer
ekkert á milli mála að þeir settu sitt
svipmót á þingið. Þeir höfðu afdrátt-
arlaus áhrif á niðurstöður okkar og
ályktanir í þýðingarmiklum málum.
Það var eins og við var að búast
og það var eins og vera bar.“
Flokkur á breytingaskeiði
„Við förum héðan sameinuð, sann-
færð um það að við höfum unnið
gott starf, og í baráttuskapi, reiðu-
búin til þess að fylgja niðurstöðum
þingsins fast eftir í þeirri kosninga-
baráttu sem framundan er.
Við höfum haldið þetta þing undir
þessu kjörorði: ísland fyrir alla. í
huga okkar er að það hafa orðið
miklar breytingar á Alþýðuflokkn-
um á undanfömum árum. Það fer
ekkert á milli mála að Alþýðuflokk-
urinn er, þrátt fyrir háan aldur, að
ganga í endumýjun lífdaganna.
Hann er á breytingaskeiði. Hann er
í vexti.
Og það hefur mikið gerst frá því
að við héldum frá seinasta flokks-
þingi með spuminguna: Hverjir eiga
Island? Þetta hefúr verið geysilega
ánægjulegt tímabil.
Sjálfum finnst mér að þetta starf,
sem við höfum unnið, hafi borið jafh-
vel ríkulegri ávöxt heldur en við
þorðum að vona í upphafi og ég er
alveg sannfærður um það að við
höfum nú öll þau vopn í höndum sem
við þurfum til þess að vinna jafiivel
ennþá stærri sigra í komandi kosn-
ingum,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson.
-KMU
Málamiðlun um
kvótakeifið
Deilur urðu um fiskveiðikvótann
á flokksþinginu. Niðurstaðan varð
málamiðlun sem felst í ályktun um
sjávarútvegsmál. í henni segir meðal
annars:
„Vemdun og skynsamleg nýting
auðlinda hafeins gerir kröfu til
markvissrar stjómunar fiskveiða,
annaðhvort með því að takmarka
stærð fiskveiðiflotans og veiðihæfni
hans eða með því að takmarka sókn
eða afla hvers veiðiskips.
Augljósir gallar á núverandi
kvótakerfi kalla á endurskoðun þess.
Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á
að hagsmunasamtök sjávarútvegs-
ins og ríkisvaldið taki þegar að
vinna að sh'Vri endurskoðun til að
finna nýtt stjómkerfi en ella verður
Alþingi að höggva á hnútinn og
sníða af þá vankanta sem kvótakerf-
inu fylgja.
Alþýðuflokkurinn sér fram á að
komið verði á fót fiskmörkuðum og
leggur áherslu á að vandað verði til
undirbúnings og fylgst vel með fram-
kvæmdinni svo að ekki hljótist af
óheppileg atvinnuröskun." -KMU
Undanþágu-
lausan virðis-
aukaskatt
Flokksþing Alþýðuflokksins
ályktaði að taka bæri upp und-
anþágulausan virðisaukaskatt.
Hinum tekjulágu ætti að bæta
upp hækkun á matvöruverði með
hækkun á bótum almannabygg-
inga.
Afhema bæri tekjuskatt af
launatekjum, koma á stað-
greiðslukerfi útsvara, skatt-
leggja vaxtatekjur og hagnað af
sölu verðbréfa. Ennfremur að
koma á tímabundnum, stig-
hækkandi stóreignaskatti af
öllum eignum. -KMU
Óbreytt stefna
í vamarmálum
Tillaga um endurskoðun varnar-
samningsins náði ekki fram að
ganga á flokksþingi Alþýðuflokks-
ins. Jón Baldvin Hannibalsson lagði
til að henni yrði vísað til þingflokks
og flokksstjómar og var það sam-
þykkt.
í stjómmálaályktun þingsins segir:
„Flokksþingið ítrekar að fylgt
verði óbreyttri stefhu að því er varð-
ar vamar- og öryggishagsmuni
íslenska lýðveldisins og undirstrikar
að íslensk utanríkisstefna á að ein-
kennast af reisn, íslensku frumkvæði
og fúllkomnu jafiiræði í samskiptum
við bandalagsþjóðir okkar. Flokks-
þingið telur að lýðræðisöflunum beri
skylda til að auka samstöðu sína og
efla sameiginlegt öryggiskerfi sitt og
bendir á að styrkur lýðræðisins hlýt-
ur að vera sú forsenda, sem lýðræðis-
ríkin ganga út frá, þegar gengið er
til gagnkvæmra samninga um af-
vopnun, samdrátt heria, takmarkan-
ir á tilraunum með ný vopnakerfi
og ömggt eftirlit með vígbúnaði."
-KMU
Kynferðisaf-
brot gagnvarf
bömum
„Flokksþing Alþýðuflokksins
skorar á stjómvöld að taka til
gagngerrar endurskoðunar við-
urlög við kynferðisafbrotum
gagnvart bömum og meðferð
slíkra mála með það fyrir augum
að tryggja sem best að slíkir af-
brotamenn endurtaki ekki þessi
alvarlegu brot sem oftast eyði-
leggja líf og framtíð fómarlamba
þeirra.“
Svo segir í samþykkt sem gerð
var að tillögu Helgu Möller,
Valgerðar Guðmundsdóttur,
Ásthildar Þorsteinsdóttur, Guð-
ríðar Þorsteinsdóttur og fleiri.
-KMU
Fjórblöðungur
malar gull
„Leggja þau nú drjúgan skerf til
flokksstarfeins," em orð gjaldkera
Alþýðuflokksins, Geirs A. Gunn-
laugssonar, um Blað hf., útgáfufélag
Alþýðublaðsins, og Alprent hf., sem
annast setningu Alþýðublaðsins.
„Ekki ber þó að skilja orð mín svo
að ég telji að fundin hafi verið upp
einhver eilífðarvél er mali flokknum
gull. Forsenda þess að rekstur fyrir-
tækjanna haldi áfram að skila
flokknum arði í einu eða öðm formi
er að rekstri þeirra verði ekki íþyngt
umfram getu, rekstrarlegt sjálfetæði
þeirra verði tryggt og flokksmenn
beini viðskiptum sínum í auknum
mæli til þeirra,“ segir gjaldkerinn.
Veruleg aukning varð á veltu
flokksins. Heildartekjur flokkssjóðs
á reikningstímabilinu urðu 8,7 millj-
ónir króna. Tekjur umfram gjöld
námu um 850 þúsund krónum.
Eldri skuldir vegna Alþýðublaðs-
ins, sem flokksmenn em í ábyrgð
fyrir, nema 9,4 milljónum króna.
-KMU