Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Side 9
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 9 Ódýrasta auðýsingin Þegar íslenska knattspyrnulands- liöið lék gegn því sovéska á miö- vikudaginn austur á Krímskaga var þeirri viðureigu sjónvarpaö beint um öll Sovétríkin. Og það á sjálfum matmálstímanum, klukk- an sjö aö kveldi, sem ekki er víst að antisportistarnir á íslandi hefðu látið bjóða sér. En í Sovét þurfa þeir ekki aö gera skoðanakannanir um vinsældir sjónvarpsefnis, enda engin Stöð tvö i samkeppni. Þar í landi vita þeir upp á hár hvað er mikilvægast og merkilegast fyrir hina sovésku þjóð og á miðviku- daginn þótti það taka öllum af- vopnunarviðræðum og flmm ára áætluhum fram hvort sovéska fót- boltalandsliðið næði sigri gegn gestum sínum og mótheijum. Sem og geröist. Það má auðvitað minna á þaö í framhjáhlaupi að í Sovétríkjunum búa tvö hundruð og fimmtíu millj- ónir manna en á íslandi tvö hundruð fimmtíu þúsund. Tveggja marka tap er því ekkert til að skammast sín fyrir, jafnvel þótt við sleppum höfðatölureglunni. Mér býður í grun að ísland hafi aldrei fyrr í sögu Sovétríkjanna verið jafnrækilega í sviðsljósinu og þessa kvöldstund á miðvikudaginn. Eða hvenær hafa íslendingar áður ver- ið í beinni útsendingu til tvö hundruð og fimmtíu milljóna manna? Það væri þá helst þegar augu alheimsins mændu á hurðar- húninn í Höfða í fyrra en þá var heldur ekki verið að fylgjast með fótmáli Mörlandans heldur leið- toganna sem töldu ísland nægilega afvikiö til að hittast. Og af því að við erum alltaf að tala um að aug- lýsa ísland á alþjóðavettvangi og gera okkur gildandi í samfélagi þjóöanna er mér til efs að hönnuð hafi verið ódýrari auglýsing en þessi frá Krímskaganum þar sem Islendingar voru jafningjar Rúss- anna í einn og hálfan tíma - hversu margar nefndir og ferðamálaráð sem settar hafa verið á laggirnar til að úthugsa áróðursbrögð og her- ferðir í þágu lands og þjóðar til aö koma okkur á framfæri. Að vísu kostar það eina og hálfa milljón króna að senda strákana niður til Svartahafsins til að standa í Rússunum í þessari níutíu mín- útna auglýsingu en þjóðarbúið og ríkiskassinn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Það gera þeir einir sem eru svo vitlausir aö taka þátt í félagsstarfsemi fyrir ekki neitt. Það þykir nefnilega ekki nógu fínt eða fjárhagslega hagkvæmt að spila fótbolta í nafni þjóðarinnar. Þess vegna þurfa þeir að borga fyr- ir þaö sjálfir. Víðförlar sendinefndir Á sama tíma og þessi kappleikur fór fram bárust hins vegar fréttir af því að austur í Moskvu sæti fjöl- menni frá íslandi og Sovétríkjun- um í viðræðum um sölu saltsíldar. Varla þarf að spyrja aö því hvort sú sendinefnd hafi mátt borga fyrir sig sjálf, enda viðskiptahagsmunir í húfi. Það er ekki heldur að spyrja að leikslokum í viðræðunum þeim. í gærdag voru saltsíldarsamningar í höfn, þökk sé nefndinni - og úr- slitunum í kappleiknum! Reyndar vildi svo til að í sama mund og íslenska landsliðið heim- sótti Osló í síðasta mánuði og lagði Norðmenn að velli á Ulleval dvaldi þar íslensk þingmannanefnd sem sótti fundi þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins. Já, þær eru annasamar og tíðar, þessar ut- anferðir, en þingmennirnir gáfu sér samt tíma til aö skreppa á völl- inn og hrópa áfram ísland af einlægri ættjarðarást. Ekki þarf heldur að spyija að því hver greið- ir farareyri og dagpeninga fyrir svo virðulega og ábúðarmiklá sendi- nefnd sem gegnir því hlutverki að fylgjast með í öryggis- og utanríkis- málum hjá Nato. íslendingar eru ómissandi fyrir hönd þjóðarinnar þegar alvörumálin og öryggismálin eru rædd og ekki er að efa að full- trúar hennar á slíkum fundum halda vel á okkar á málum og gera mikið gagn. Bruðlið skorið niður Þaö hafa frammámenn í þjóð- félaginu gert með prýöi, hvort heldur í Thailandi eða Turku og það er varla þeir megi vera að þvi, blessaðir þingmennirnir okkar, aö rýna í fjárlagafrumvarpið vegna mikilla anna við að mæta fyrir hönd þjóðarinnar hér og hvar um heimsbyggðina á kostnað ríkis- sjóðs sem telur það ekki eftir sér að íslendingar mæti þar sem þeir eiga að mæta. Ollu þessu þarf að sinna og í ríkiskerfinu er her manns sem hef- ur það fyrir starfa að útvega farmiðana, skipuleggja heimsókn- irnar, reikna út dagpeningana og vinna svo úr gögnunum til að semja skýrslur um ferðalagið til að undirbúa næsta ferðalag, hvort heldur það er til að fylgjast með alheimsmálunum, drekka kokkteil með bræðraflokkunum ellegar sækja fundi til að ákveða hvar á að halda næsta fund. Þetta þekki ég mætavel sjálfur eftir langa og erilsama reynslu af þingmanna- fundum og opinberum móttökum sem kalla á yfirþyrmandi vinnu fyrir þjóðrækna menn í kerfinu. Eg veit hvað þetta er þreytandi og þýðingarmikið og skil vel að ríkið þurfi að hafa fiármagn og mannafla til að standa undir þessu ættjarðar- starfi. En einhvers staðar í kerfinu finnast þó menn sem hafa tíma til að líta á fiárlagadæmiö og skera niður óþarfa bruðl. Og það var ein- mitt um það leyti sem íþróttatíma- bilið stóð sem hæst að góðviljaðir kontóristar, sem kunna skil á þjóð- arhagsmunum og hafa lært í útlöndum hvernig spara megi fé til að eiga fyrir þjóðarhagsmununum, fundu það út að íþróttahreyfingin stæði ríkissjóði fyrir þrifum. Það hafði líka verið tilkynnt opin- berlega um sama leyti að ríkis- stjórnin ætlaði að gefa alkóhólist- unum fimmtán milljónir árlega, í tilefni af því að þeir voru búnir að vera þurrir í tíu ár. Sumir að minnsta kosti. þótt aðrir hafi notað tímann til að safna þreki til að detta í það aftur. Þessa menn þurfti að heiðra með fimmtán milljónum og þá peninga verður einhvers staðar að taka. Og hvað er þá nærtækara en íþróttahreyfingin sem nú er komin með lottó og græðir vikulega stóra peninga? Hvar á að taka peningana? Jú. það er rétt að lottóið hefur gefið af sér nær níutíu milljónir til íþróttahreyfingarinnar á þessu ári. Oryrkjar hafa líka fengið sinn skerf. Þessum peningum hefur ver- ið skipt bróðurlega á milli héraðs- sambanda og sérsambanda sem samtals eru um fiörutíu talsins. Gott ef einstök íþróttafélög hafa ekki fengið nokkra mola á sinn disk. Knattspyrnusambandið fær vel fyrir farinu til Sovétríkjanna og svei mér þá ef ekki er afgangur til að senda ólympíuliðið til Portú- gal. En hvar á þá aö taka peninga fyrir alla hina og allt lútt? Drengja- landslið, unglingalandslið, kvenna- landslið, æfingabúöir, íslandsmót, starfsmannahald, upplýsingabækl- inga, mótaskrár, knattspyrnuskóla og svo framvegis? Rekstur Knatt- spyrnusambandsins kostar fiöru- tíu til fimmtíu milljónir króna á ári hverju. Lottóið gefur knattspyrnu- mönnum fimm milljónir í aðra hönd þegar búið er að skipta tekj- unum milli bágstaddra í íþrótta- samtökunum og öryrkjabandalag- inu. Sömu sögu getur Handknatt- leikssambandið sagt sem þarf að senda lið til Seoul af því að þeir voru svo óheppnir að komast í úr- slit á ólympíuleikunum. Sundfólk- ið okkar er að hamast viö að æfa sig til þátttöku og frjálsíþrótta- menn jafnvel líka. Skíðafólk, júdómenn og enn aðrir lifa einnig í þeirri bjartsýni að komast á ólympíuleika til að keppa fyrir hönd íslands. Öll mun þessi þátt- taka kosta á milli tuttugu og þrjátíu milljónir. Þá er ótalið allt grasrótarstarfið í íþróttahreyfmgunni en samtals er áætlaö að rekstur íþróttahreyf- ingarinnar kosti sjö til níu hundruð milljónir á hverju ári. Hvar á að taka þessa peninga? Hvernig er þetta hægt? Jú, með skilningi atvinnnufyrir- tækja, handboltabrauði, happ- drættum og endurgjaldslausum forystustörfum þúsunda manna um allt land hefur þetta einhvern veginn tekist. íþróttirnar hjara enn og hafa raunar heldur braggast með tilkomu lottósins. Nú er jafn- vel talið að hagnaðurinn af lottóinu geti greitt sirka tíu prósent af starf- inu. Þetta er auðvitað gleöileg breyting fyrir íþróttafólk en mestu gleöina viröist hún samt hafa vakið í kontórunum í kerfinu. Þar hafa þeir sem sagt komist að þeirri nið- urstöðu aö íþróttahreyfingin græði svo mikið að nú þurfi ríkið ekki að leggja meira fram af sinni hálfu! Matarskatti frestað Um tíma leit út fvrir að ríkis- stjórnin þyrfti að leggja matarskatt á þjóöina til að eiga fyrir utanferð- um sendinefndanna sem vinna fyrir þjóðarhag. Hún þarf lika að eiga fyrir niðurgreiðslum til land- búnaðarins svo hann geti haldið áfram að framleiöa kindakjöt sem endar á haugunum. Ekki af því að fólk hafi ekki efni á að borða kinda- kjötið heldur vegna þess að það hefur einfaldlega ekki lyst á allri þessari offramleiðslu. En ríkisstjórnin liefur uppgötvað að almenningur þurfi að éta mat- inn til að lifa það af að njóta þeirra þjóðarhagsmuna sem á\1nnast í opinberum utanferðum. Nú hefur verið ákveðið að fresta þessum matarskatti. Þannig hefur ríkis- stjórnin gengið á undan með góðu fordæmi og játað á sig mistökin sem fólust í þvi að skattleggja mat- inn sem ekki þarf að henda. Þetta er gott og blessað. nema hvað nú bendir flest til þess að ekki verði mikið afgangs fyrir smáfugl- ana. sem gegna því auma hlutverki að presentera þjóðina í útlöndum. án þess að þjóðarhagsmunir séu í húfi. Strákurinn í Njarðvíkunum. Eðvarð heitir hann, sem búinn er að synda tuttugu kílómetra á dag til að synda fimmtíu metra í Seoul undir fána íslands. veröur að bíta í það súra epli að þjóðin eigi ekki fyrir farinu handa honum. Hand- boltamenninrir verða að herða átið á handboltabrauðinu og fótbolta- strákarnir, sem höfðu matmálstím- ann af Sovétþjóðinni með því að standa í liðinu hans Gorbatsjov, þeir verða víst áfram að borga fyr- ir sig sjálfir ef þeir dirfast að sýna sig á fiarlægum stöðum í framtíð- inni. > Nema það kraftaverk gerist að þingheimur sjái að sér og skilji að lífið er meira en lottó og Nató og það kostar jafnmikið að ferðast milli landa hvort heldur þú ert 'í þingmannaleik eða íþróttaleik. Þá er von. Þá er smáglæta að fiárveit- ingarvaldið taki ofan fyrir því æskufólki sem leggur það á sig að vera íslendingar. Meira er í rauninni ekki fariö fram á. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.