Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Ferðamál______________________________dv Ziirich - svissnesk gæðavara Orðstír svissnesku borgarinnar Zurich er að hún sé öryggið upp- málað, hreinleg og nýtískuleg. Ekki má gleyma að um leið og einhver nefnir nafn borgarinnar kemur upp í hugann digur bankabók. Borgin stendur við vatn sem hún er kennd við. í hæðunum í kringum vatnið, sem eru skógi klæddar, grilhr í viil- ur bankabókaeigenda eins og gullmola inn á milli trjátoppanna. Áin Lammat liðast um borgina og á einum stað, þar sem áin fellur úr Zúrichvatninu er brúin Quai, sem er góður útsýnispunktur í borginni. Þar sér til fjalla, snæviþaktir alpat- indar vi,ö sjóndeildarhringinn, og þar blasir vatnið við og hæðimar sem umlykja það. Og borgin, sem er einstaklega snyrtileg og falleg, breiðir sig út til allra átta. í Ztirich, borginni sjálfri, búa ekki nema um 360 þúsund manns en alls teljast íbúarnir í borginni og næsta nágrenni vera um ein milljón. Borg- in er í þýska hluta Sviss. Þetta er mikil athafnaborg, þarna blómstrar viðskiptalífið, virt hátæknifyrir- tæki, úra-, osta- og súkkuiaöifram- leiðsla hvergi betri og gullið safnast í bankana. Hvar sem augað lítur blasir velsæld við. Aðalverslunargata borgarinnar heitir Bahnhofstrasse. Margir þekkja ummæh rithöfundarins James Joyce er hann sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið: - ef þú hehir niður af súpudiski þínum á Bahn- hofstrasse er þér óhætt að borða súpuna upp af götunni. Einn ágætur íslenskur pípureykingamaður, sem eitt sinn var á ferð í Bahnhofst- rasse, hafði orð á því að varla væri þorandi að ganga um götuna með pípuna ef svo slysalega vildi til að tóbakskorn færi á götuna. Þarna ganga menn um með fullri virðingu fyrir snyrtimennsku borgarbúa. Víst er það að Bahnhofstrasse er hrein og ekki vantar glæsheikann. Vöruúrvahð i verslununum er mik- ið, þar eru öll þekktu vörumerkin í fataiðnaði, úraframleiðslan borð- leggjandi og hægt að velja á milh þess að kaupa úr á rúmlega eitt þúsund krónur og tæpa milljón. Þessi í dýrari flokknum eru dem- antaskreytt gullúr, líklega í hæsta gæðaflokki svissneskra úra. íslensk stúlka, sem var á ferð um Bahnhofstrasse á dögunum, heillað- ist af vöruúrvahnu í verslunum, játaði aö hún hefði haldið fast um greiðslukortið í vasanum þegar freistingarnar blöstu allar við í búð- argluggunum. Þarna er auðvelt að faha fyrir freistingum, aðeins þeir allra staðfóstustu kreista kortin, flestir rétta þau yfir búðarborðið. Þrjár stórverslanir eru í miðborg- inni og þær eru Globus, Jelmoli og Vilan. En hvað um það, Zúrich er ekki bara Bahnhofstrasse og versl- anir og vöruúrval. Þar er ótalmargt annað hægt að dunda við. Margir góðir matsölustaðir eru í borginni. Þaö má nefna einn í sérflokki sem framreiðir kaviar, glænýjan silung (kemur daglega með flugi) og stórar steikur og það er Chez Maz við Se- estrasse. Þar kostar kvöldverður fyrir tvo, góður skammtur með góðu borðvini, yfir sjö þúsund krónur. Nálægt miðbænum er staður sem heitir Agnes Amber og þar er glæsi- legur matseðill fyrir þá sem eru í megrun, og hver er það ekki í dag? Megrunarfæðið hjá Agnes er girni- legt en ein máltíð, sem samanstend- ur af alls konar smáréttum, kostar um tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Góða andasteik er líka hægt að fá fyrir rúmar þúsund krónur og súkkulaðikökusneið fyrir tæpar fjögur hundruð krónur, það er auð- vitað fyrir hinn hópinn. Ódýrari matsölustaðir eru mjög víða. Það má gefa vísbendingu um „fram- færslukostnað" í borginni og geta þess að rauðvínsglas kostar frá níu- tiu og fimm krónum og síðan er framhaldið eftir smekk og getu. Þá kostar lestarferð frá flugvelhn- um inn í miðborg að aðaljámbraut- arstöðinni um eitt hundrað og fimmtán krónur og tekur ferðin tíu mínútur. Með strætisvagni innan- bæjar kostar ferðin tæpar tuttugu og sjö krónur og hægt er að kaupa sérstök sólarhringsstrætisvagna- kort sem kosta rúmar eitt hundrað og þrjátíu krónur (kr. 131,45). Flestir, sem stíga fæti í Zurich, sigla með báti á vatninu, það þykir tilheyra og er auðvitaö þess virði. Oft á dag eru bátsferðir, sumar taka allt að fjórum tímum en stystu ferð- ir rúman klukkutíma. Yfir vetrar- mánuðina eru færri.ferðir en á sumrin. Áhugavert fyrir ferðalang á ferð þarna getur hka verið að fara í lestarferð upp í Alpana sem er um tuttugu og fimm mínútna ferð og kostar rúmar tvö hundruð krón- ur. Þá er það menning og hstir. Aragrúi af listagalleríum er í borg- inni, 95 ára gömul ópera, tónleika- halhr, leikhús og síðast en ekki síst ætti að nefna háskólann. í óperunni er nú verið að sýna Töfraflautuna eftir Mozart og um miðjan nóvemb- er verður Don Giovanni tekinn th sýningar. Báðum óperunum stjórn- ar Nikolaus Harnoncourt. Ballett- inn um Romeo og Júlíu eftir Prokofiev var frumsýndur í byijun þessa mánaðar. Listaverk í hinum ýmsu söfnum eru eftir meistara allra tíma og nútí- mans, þar má sjá verk eftir Munch, Picasso, Chagall og Andy Warhol. Leirmunir, höggmyndir og önnur mannanna listaverk er mjög víða að fmna í söfnum og kirkjum Zúrich. Hótelkostnaður í þessari snyrti- legu borg er ákaflega breytilegur þar stendur valið um aurana og lífsstílinn. Gistinótt á hóteli eins og Bestu flugvellir heims 1987 Það kemur fáum á óvart að Schip- hol-flugvöhurinn í Amsterdam er valinn sá besti í heimi fjórða árið í röð. Samkvæmt niðurstöðum le- sendakönnunar Business Traveher heldur Schiphol enn velh bæði sem besti flugvöhur í heimi og Evrópu. En mjótt var á munum, það munaði aðeins einu atkvæði að Singapore- flugvöhur hreppti fyrsta sætið í ár. í skoðanakönnuninni var spurt um besta flugvöll í heimi, í Evrópu og síðan var spurt um ýmis þjónustuat- riöi á flugvöllunum, til dæmis vegabréfaskoðun, farangursaf- greiðslu og tohskoðun. Besta farang- ursafgreiðslan er talin vera í Singapore, besta tohskoðun og vega- bréfaskoðun á Heathrow-flugvelh í London. Versta farangursafgreiðsla var aftur á móti talin vera á Heat- hrow í London. í fyrri skoðanakönnunum hafa um 43% þátttakenda lagt mesta áherslu á góðar fríhafnarverslanir, vöruúr- val og verðlag í viðkomandi flug- höfnum, en í ár hefur aðeins dregið úr þessu áhersluatriði. Aðeins 40% aðspuröra telja þetta atriði skipta höfuðmáh. Verðlag í fríversluninni á Schiphol hefur aðeins hækkað á núlh ára. Besta verðlag og vöruúrval mun vera í fríversluninni á Dubai-flug- velh, sumir segja aö ferð þangað, aðeins á flugvölhnn til að versla, sé ferðarinnar virði. Það er greinilegt á meðfylgjandi listum að þjónustu við ferðamenn á JFK-flugvelh í New York er mjög ábótavant Af tíu bestu flugvöUum í heimi eru fimm í Evrópu, þ.e. í Amsterdam (Hollandi), Ztirich (Sviss), Frankfurt (Þýskalandi), London - Gatwick og Heathrow - (Englandi). Þá eru þrír af þeim tíu bestu í Ameríku, þ.e. í Atlanta, Tampa (Flórída) og Dallas (Fort Worth), og tveir flugvelhr í þessum úrvalshópi eru í Asíu, þ.e. í Singapore og Dubai. Það vekur athygli að Heathrow- flugvöhur í London, sem er í fjórða sæti á heimshstanum og í þriðja á Evrópulistanum, veitir góða þjón- ustu í tveimur tílvikum af þremur tUgreindum. í þriðja tilvikinu - og það er varðandi farangursafgreiösl- una á flugvelhnum - er sú þjónusta sú slakasta af öllum slökum. Við yfirlestur þessarar skoðana- könnunar vaknar sú spuming hvenær Keflavíkurflugvöllur og Flugstöð Leifs Eiríkssonar komist á hsta Business Traveher. Tahð er rétt að spyrja aðeins hvenær en ekki hvort. -ÞG Bestu flugvellir heimsins 1 (1) SCHIPHOL/ AMSTERDAM 2 (2) Singapore 3(3) ZUrlch 4 (4) London/Heathrow 5 (6) Frankfurt 6 (5) Atianta 7 (6) London/Gatwlck 8 (8) Tampa, Flórida 9 (11) Dallaa/Fort Worih 10 (-) Dubal Irauui aviga er staðan 1968. Bestu flugvellir í Evrópu 1 (1) SCHIPHOL/ AMSTERDAM 2 (2) Ziirich 3 (3) London/Heathrow 4 (4) Franklurt 5 (5) London/Gatwlck 6 (7) Gent 7 (6) Parie/ CDG-flugvöllur 8 (8) Kaupmannahöfn/ Kastrup 9 (12) Dttsseldorf 10 (9) Manchester Toll- skoðun Best: 1 (D London/Heathrow 2 (2) Schiphol/ Amsterdam 3 (3) ZUrich/Svlss 4 (4) Sfngapore 5 (5) London/Gatwick Verst: 1 (D New York/ JFK-flugvöllur 2 (5) Lagos 3 (3) Moskva 4 (2) Bombay 4 (7) Mlami Vegabréfa- skoðun Best: 1 (1) London/Heathrow 2 (3) Zurich 3 (2) Schiphol/ Amsterdam 4 (4) Slngapore 5 (5) Frankfurt Verst: 1 (1) New York/ JFK-flugvöllur 2 (4) Lagos 3 (12) Mlaml 4 (3) Bombay 5 (2) Los Angeles Farangurs- afgreiðsla Best: 1 (1) Singapore 2 (3) Schiphol/ Amsterdam 3 (2) ZUrich 4 (5) Frankfurt 5 (4) London/Gatwick Verst: 1 (1) London/Heathrow 2 (2) New York/ JFK-flugvÖllur 3 (7) Lagos 4 (3) Bombay 5 (8) Los Angeles

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.